Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Gústi verður áfram í Garðabænum: Jú, það er staðfest
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að þetta sé búið. Ég vil bara þakka öllum fyrir; öllum andstæðingum, félagsmönnum, stuðningsmönnum og öðrum fyrir þetta mót," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 0-2 sigur á KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Það er virkilega gott að enda þetta á sigri. Það var ýmislegt sem tikkaði í boxin í dag. Þetta var góð frammistaða heilt yfir. Við erum búnir að fá ótrúlega reynslu á þessu móti. Við erum búnir að vinna frábæra sigra, fá stóra skelli, við skoruðum flottasta markið og tókum þátt í besta leiknum. Það eru frábærir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref og að standa sig frábærlega."

Stjarnan, sem er í uppbyggingu, endar í fimmta sæti deildarinnar á þessari leiktíð. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum en hann átti mjög góðan leik í dag og lagði upp tvö mörk.

„Þessir ungu leikmenn eru búnir að vera frábær og þar á meðal Ísak. Hann átti góðan leik í dag, var síógnandi. Ef hann kemst út, þá á hann fyllilega skilið. Hann var góður í dag og það er heiður fyrir hann að vera kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann kóðnaði ekki niður við að fá verðlaun."

Gústi segir það alveg staðfest að hann verði áfram með liðið á næstu leiktíð. Hann og Jökull Elísabetarson verða áfram.

„Jú, það er staðfest. Ég og Jökull verðum áfram. Við fengum reynslu í sumar og komum sterkari til baka. Við hlökkum til að byrja aftur eftir 3-4 vikur og takast á við tímabilið 2023," sagði Gústi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner