Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
   lau 29. október 2022 17:26
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst þá er ég ánægður með lokakaflann í þessu móti hjá okkur. Við vinnum tvo leiki í röð og endum mótið þannig. Það var það eina sem ég gat beðið um leikmenn og liðið að enda þetta af krafti þannig að ég er gríðarlega ánægður með það.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA sem kvaddi Bestu deildina í dag með 2-1 sigri gegn FH í Kaplakrika.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

ÍA leikur að ári í Lengjudeildinni en Jón Þór talaði um á dögunum að félagði þyrfti að læra af reynslunni en liðið hefur tekið nokkuð reglubundnar sveiflur á milli deilda síðastliðin ár. Margir uppaldir Skagamenn eru nú orðaðir við heimkomu en er það partur af upprisu ÍA?

„Fyrsta skrefið er að efla umgjörðina og liðsheildina og þétta raðirnar. Það er fyrst og fremst það sem við þurfum að gera. Það er svo ekkert leyndarmál að við viljum byggja liðið upp á heimamönnum. Það er ákveðinn grunnur og það er það sem maður er alinn upp við og ef við getum náð í leikmenn til baka þá auðvitað skoðum við það mjög alvarlega. En það er mikil vinna framundan og nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa.“

Um það hvort tímabilið hafi verið lærdómsríkt fyrir hann sagði Jón Þór.

„Já heldur betur. Það hefur gengið á ýmsu og þetta er búið að vera langt tímabil. Það er auðvitað oft þannig eða oftast að þegar að lið fellur að við höfum ekki náð varnarleiknum eins stöðugum og við hefðum viljað. Mikið af lykilmönnum verið frá og lengi frá nánst allt mótið.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner