Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   lau 29. október 2022 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Óskar segir sumarið hafa verið skrítið - Ekkert heyrt í Njarðvíkingum
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gaman að spila þennan leik," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa skorað á sínum gamla heimavelli í 0-2 sigri gegn KR í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Þegar viðtalið var að byrja mátti heyra Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, segja við Óskar að hann væri ekkert hættur í fótbolta, þetta væri ekkert þannig viðtal. Óskar, sem er 38 ára, svaraði í léttum tón: „Ég er rétt að byrja."

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

Óskar gekk í raðir Stjörnunnar fyrir leiktíðina en hann hefur þurft að sætta sig við nokkuð mikla bekkjarsetu á tímabilinu, meira en hann hefur kynnst áður. Í dag byrjaði hann og var á skotskónum.

Þegar hann er spurður út í tímabilið þá segir hann: „Skrítið maður. Ég á eftir að melta það, maður er rétt að ná andanum eftir leik og svo á maður eftir að líta yfir sumarið."

Hann hefur verið orðaður við Njarðvík, uppeldisfélag sitt. Er hann eitthvað búinn að heyra í þeim?

„Nei, það er ekkert til í því þannig. Ég og Stjarnan eigum eftir að setjast niður og ræða okkar mál, hvernig framhaldið verður. Við tökum stöðuna fljótlega," sagði Óskar sem er á leið í sólina í Orlando í frí.
Athugasemdir
banner