Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 30. ágúst 2024 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sáttari núna en síðast - „Var mjög hljóðlátur síðustu tvo daga"
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum vonsvikin. Við gáfum tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleiknum og þetta var erfitt eftir það," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir annað 4-0 tapið gegn Breiðabliki á innan við viku.

Víkingar töpuðu 4-0 fyrir Breiðabliki síðasta sunnudag og það gerðist aftur í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Við náðum ekki að klukka þær í síðasta leik. Við töpuðum aftur í dag en leikmennirnir lögðu mikið á sig. Við vorum mjög stoltir af þeim. En við gáfum klaufaleg mörk og það er eitthvað sem við verðum að laga."

„Næsta skref er að koma á svona staði og gefa ekki klaufaleg mörk. Ég er ánægður með það hvernig karakter leikmennirnir mínir sýndu."

„Síðasti leikur endurspeglaðist kannski í því að við stóðum okkur vel að komast í efri hlutann og tókum fótinn aðeins af bensíngjöfinni. Ég ræddi við stelpurnar á mánudeginum og svo fórum við aftur að æfa. Ég var mjög hljóðlátur síðustu tvo daga út af frammistöðu leikmannana, en þær lögðu mikið á sig í dag. Við verðum að hætta að gefa klaufaleg mörk."

Víkingar eru í fjórða sæti og hafa náð markmiðum sínum að stórum hluta en John segir að liðið sé með stigamarkmið sem það ætlar sér að ná á næstu vikum. „Við töpuðum stigum í kvöld en það eru enn fjórir leikir eftir. Við lítum á þetta sem lítið mót og erum með stigamarkmið. Núna hvílum við okkur og komum sterkari til baka," sagði John að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner