„Við erum vonsvikin. Við gáfum tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleiknum og þetta var erfitt eftir það," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir annað 4-0 tapið gegn Breiðabliki á innan við viku.
Víkingar töpuðu 4-0 fyrir Breiðabliki síðasta sunnudag og það gerðist aftur í kvöld.
Víkingar töpuðu 4-0 fyrir Breiðabliki síðasta sunnudag og það gerðist aftur í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
„Við náðum ekki að klukka þær í síðasta leik. Við töpuðum aftur í dag en leikmennirnir lögðu mikið á sig. Við vorum mjög stoltir af þeim. En við gáfum klaufaleg mörk og það er eitthvað sem við verðum að laga."
„Næsta skref er að koma á svona staði og gefa ekki klaufaleg mörk. Ég er ánægður með það hvernig karakter leikmennirnir mínir sýndu."
„Síðasti leikur endurspeglaðist kannski í því að við stóðum okkur vel að komast í efri hlutann og tókum fótinn aðeins af bensíngjöfinni. Ég ræddi við stelpurnar á mánudeginum og svo fórum við aftur að æfa. Ég var mjög hljóðlátur síðustu tvo daga út af frammistöðu leikmannana, en þær lögðu mikið á sig í dag. Við verðum að hætta að gefa klaufaleg mörk."
Víkingar eru í fjórða sæti og hafa náð markmiðum sínum að stórum hluta en John segir að liðið sé með stigamarkmið sem það ætlar sér að ná á næstu vikum. „Við töpuðum stigum í kvöld en það eru enn fjórir leikir eftir. Við lítum á þetta sem lítið mót og erum með stigamarkmið. Núna hvílum við okkur og komum sterkari til baka," sagði John að lokum.
Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir