Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 03. maí 2023 23:05
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars um Hólmar Örn: Verður ekki með okkur á móti KR
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf ánægður með að skora sex mörk og vinna leikinn. Mér fannst þetta svolítið sérstakur leikur. Heilt yfir fyrri hálfleikurinn bara nokkuð góður hjá okkur þrátt fyrir að við komum okkur nokkur skipti í vandræði sjálfir og aftasta línan í smá brasi. Seinni hálfleikurinn fannst mér stór skrítinn, byrjum á því að gera stór mistök og fá á okkur mark. Mér fannst við halda ílla í boltann og þetta var svolítið svona ping pong, þeir voru meira boltann í seinni og pressuðu okkur og við náðum lítið að halda í boltann en fyrst og fremst ánægður með að ná að skora sex mörk." sagði Arnar Grétarsson,þjálfari Vals eftir 6-1 sigurinn á Fylki í Árbænum í kvöld


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  6 Valur

Valur fór með 4-0 forskot inn í hálfleikinn og Fylkismenn komu boltanum í netið eftir slæm mistök frá Birki Heimissyni og liðið hefur ekki enþá náð að halda hreinu í deildinni.

„Þetta er bara fótbolti og menn gera mistök, annars höfum við engin mörk en jú jú það er svekkjandi. Við ætluðum að reyna leggja upp með að halda markinu hreinu og taka fyrsta leikinn í deildinni þar sem við höldum hreinu en það gékk ekki eftir en sem betur fer fengum við bara eitt á okkur, við hefðum geta fengið á okkur fleiri."

Valur jafnaði topplið Víkings að stigum með sigrinum í kvöld en Víkingur á leik til góða. Næsti leikur Valsmanna er gegn KR.

„Það eru allir leikir í þessari deild erfiðir og þetta er náttúrulega spes leikur, það er alltaf ákveðin rígur á milli þessara félaga og ég veit það að stuðningsmenn leggja mikið upp úr þessum leik. Núna eru KR ingar í smá sárum, þeir eru ekki búnir að uppskera eftir því kannski því sem þeir eru búnir að leggja upp með þannig þeir koma örugglega dýrvitlausir en við ætlum líka að gera það og taka þessi þrjú stig sem eru í boði."

Hólmar Örn Eyjólfsson er ennþá meiddur og hafa meiðsli hans mikið verið til umræðu og talað um fjarveru hans í einhverjar tvær vikur í viðbót.

„Þessi nárameiðsli eru bara erfið, ég held hann sé komin í fjórar vikur eða eitthvað slíkt og ég veit ekki vika eða hálfur mánuður, ég er bara ekki það á hreinu. Hann verður ekki með okkur á móti KR, það er nokkuð ljóst, svo verður bara að koma í ljós hvað þetta tekur langan tíma."


Athugasemdir
banner
banner
banner