
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, spjallaði við Fótbolta.net eftir fréttamannafund í Laugardalnum í dag.
Við spurðum Helga út í króatíska liðið sem Ísland mætir síðar í þessum mánuði. Hann segir liðið vera gríðarlega sterkt og sem dæmi eru 14 leikmenn þess að spila í Meistaradeild Evrópu.
Við spurðum Helga út í króatíska liðið sem Ísland mætir síðar í þessum mánuði. Hann segir liðið vera gríðarlega sterkt og sem dæmi eru 14 leikmenn þess að spila í Meistaradeild Evrópu.
„Þeir eru með rosalega góða einstaklinga, menn sem eru að spila með toppliðum í Evrópu. Það er erfitt að finna önnur lið sem eru með 14 leikmenn í Meistaradeildinni og það eru mjög mikil gæði í hverjum einasta leikmanni."
Helgi býst við að það sé af hinu góða að spilað verði fyrir luktum dyrum, rétt eins og í fyrsta leik riðilsins, gegn Úkraínu.
„Það er ekki verra fyrir okkur, við kynntumst því úti í Úkraínu, það er auðvelt að komast með skilaboð áleiðis með að kalla inná. Það er jákvætt því Króatía er þekkt fyrir að vera með gríðarlega háværa áhorfendur."
Luka Modrid hefur verið tæpur vegna meiðsla en Helgi segir Króatana ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af því.
„Hann hefur ekki verið að spila en það kemur ekki mikið verri leikmaður inn, Kovacic sem spilar með honum í Real Madrid, þeir eru ekki í vandræðum ef hann er ekki með," sagði Helgi sem bætti við að þeir vissu ekki hvort Modrid verði með í leiknum eða ekki.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir