Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fös 07. október 2016 16:54
Jóhann Ingi Hafþórsson
Raggi Sig líkir markmanni Finna við Ronaldo á EM
Icelandair
Ragnar Sigurðsson eftir leikinn í gær.
Ragnar Sigurðsson eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ragnar Sigurðsson skoraði hugsanlega sigurmark Íslands gegn Finnum í gær. Óvissa ríkir yfir hvort Ragnar eða Alfreð Finnbogason skoraði markið en Ragnari segist vera alveg sama.

Hann grínast með það að einhverjir miðlar skráðu markið á Gylfa Þór Sigurðsson sem var ekki nálægt boltanum þegar hann fór inn.

„Það er ekki alveg á hreinu, það var skráð á mig á Live Score, svo var það skráð á Alfreð í Fréttablaðinu og svo Gylfa á einhverjum öðrum miðli en það skiptir í rauninni ekki máli."

Hann segir erfitt að sjá hvort markið hefði átt að standa eða ekki en bætir við að honum sé sama. Þrjú stig eru komin í hús og það er það sem skiptir máli.

„Það er erfitt að sjá það en ég nenni ekki að spá í því, við áttum skilið að vinna þennan leik. Þeir voru að tefja og svindla allan leikinn."

Markmaður Finna, Lukas Hradecky, sagði eftir leikinn að það væri samsæri gegn Finnum, kallaði dómarann heimskann og blótaði honum í sand og ösku eftir leik. Ragnar líkti honum við Ronaldo eftir leik Íslands og Portúgal á EM en eins og flestir muna eftir, gagnrýndi Ronaldo, íslenska liðið harðlega eftir leikinn.

„Mér er skítsama, það eru alltaf til einhverjir sem eru tapsárir og segja allan fjandann eftir leik, eins og Ronaldo á EM. Það skiptir okkur engu máli hvernig honum líður eða hvað hann er að segja," sagði Ragnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni en í byrjun viðtalsins er talað um málefni sem Ragnar var að styrkja.

Ragnar Sigurðsson styrkti börn í vanda
Markmaður Finna: Heimski dómarinn skemmdi leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner