
Ragnar Sigurðsson skoraði hugsanlega sigurmark Íslands gegn Finnum í gær. Óvissa ríkir yfir hvort Ragnar eða Alfreð Finnbogason skoraði markið en Ragnari segist vera alveg sama.
Hann grínast með það að einhverjir miðlar skráðu markið á Gylfa Þór Sigurðsson sem var ekki nálægt boltanum þegar hann fór inn.
Hann grínast með það að einhverjir miðlar skráðu markið á Gylfa Þór Sigurðsson sem var ekki nálægt boltanum þegar hann fór inn.
„Það er ekki alveg á hreinu, það var skráð á mig á Live Score, svo var það skráð á Alfreð í Fréttablaðinu og svo Gylfa á einhverjum öðrum miðli en það skiptir í rauninni ekki máli."
Hann segir erfitt að sjá hvort markið hefði átt að standa eða ekki en bætir við að honum sé sama. Þrjú stig eru komin í hús og það er það sem skiptir máli.
„Það er erfitt að sjá það en ég nenni ekki að spá í því, við áttum skilið að vinna þennan leik. Þeir voru að tefja og svindla allan leikinn."
Markmaður Finna, Lukas Hradecky, sagði eftir leikinn að það væri samsæri gegn Finnum, kallaði dómarann heimskann og blótaði honum í sand og ösku eftir leik. Ragnar líkti honum við Ronaldo eftir leik Íslands og Portúgal á EM en eins og flestir muna eftir, gagnrýndi Ronaldo, íslenska liðið harðlega eftir leikinn.
„Mér er skítsama, það eru alltaf til einhverjir sem eru tapsárir og segja allan fjandann eftir leik, eins og Ronaldo á EM. Það skiptir okkur engu máli hvernig honum líður eða hvað hann er að segja," sagði Ragnar.
Viðtalið má sjá í heild sinni en í byrjun viðtalsins er talað um málefni sem Ragnar var að styrkja.
Ragnar Sigurðsson styrkti börn í vanda
Athugasemdir