Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   þri 09. maí 2023 21:49
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Vorum alltaf skrefinu á eftir
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það má til sanns vegar færa að Keflavík hafi fengið vænan skell þegar liðið mætti Breiðablik í Bestu deild kvenna er liðin mættust í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 6-0 Kópavogskonum í vil og má segja að Keflavík hafi lítið séð til sólar í leiknum. Það var að vonum svekktur fyrirliði Keflavíkur Kristrún Ýr Holm sem var til viðtals við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  6 Breiðablik

„Þetta er hrikalega sorglegt og ég er eiginlega orðlaus. Þetta var hrikalega lélegt og vonandi lán í óláni að við vorum dregnar aðeins niður á jörðina. Verið ágætis byrjun fyrstu tveir leikirnir en svo fengum smá rassskellingu í dag. Auðvitað ekki gott að fá á sig sex mörk en svo fór sem fór.“ Sagði hún um sín fyrstu viðbrögð eftir leikinn.

Aðeins voru 50 sekúndur liðnar leiks þegar Breiðablik skoraði fyrsta mark leiksins og höfðu eftir 30 mínútna leik bætt tveimur mörkum við auk þess sem Keflavík missti Júlíu Ruth Thasaphong af velli með rautt spjald á 27.mínútu leiksins of flest það sem úrskeiðis gat farið þegar búið að því fyrir Keflavík.

„Við vorum bara greinilega ekki mættar til leiks. Ekki með hausinn rétt stiltann sem er sorglegt og við eigum að vera tilbúnar til leiks. Burtséð frá þessu rauða spjaldi þá vorum við alltaf skrefinu eftirá og Blikar voru bara með algjöra yfirburði í dag og við áttum að gera betur.“

Keflavíkurliðið er þó með fjögur stig eftir þrjár umferðir sem ekki var sjálfgefið að ná í á tveimur erfiðum útivöllum. Er Kristrún sátt með þá uppskeru?

„Vissulega, jú við töpuðum þessum leik og töpuðum honum vel. En við erum með þessi fjögur stig og þurfum núna bara að halda haus og horfa fram á við. Þetta er ekki búið og við lærum bara af þessu. “

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner