Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   fim 15. júní 2023 23:15
Kjartan Leifur Sigurðsson
Álfa: Ótrúlega sár út í sjálfa mig
Álfhildur með bandið
Álfhildur með bandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrulega svekkt. Ég hef engin betri orð til að lýsa því. Ég er ótrúlega fúl yfir þessu. Segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar eftir 3-0 tap gegn Breiðablik í Mjólkurbikar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

Þriðja árið í röð eru Blikar banabiti Þróttara í Mjólkurbikarnum.

„Tilfinningin er ekkert frábær. Þetta eru leikir sem að við viljum klárlega vinna og bikarinn er það skemmtilegur að manni langar að komast alla leið en svona er þetta bara."

Þróttarar lenda snemma tveimur mörkum undir í dag og fengu síðan þriðja markið á sig eftir sinn besta spilkafla í leiknum.

„Þetta var hrikalega leiðinlegt. Það er alltaf erfitt að fá mörk á sig svona snemma og að vera 3-0 undir í hálfleik er erfitt en við vorum ennþá inn í leiknum og stýrðum honum oft á tíðum mjög vel og vorum að spila vel en boltinn fór ekki í netið hjá okkur í dag."

Álfhildur fékk rautt spjald í seinasta leik í deidinni sem gerir það að verkum að hún tekur út leikbann í næsta leik sem er einmitt gegn Breiðabliki.

„Ég er ótrulega sár út í sjálfa mig yfir þessu en ég veit að stelpurnar eru brjálaðar og vilja vinna næsta leik og við getum það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir