
„Ég er ótrulega svekkt. Ég hef engin betri orð til að lýsa því. Ég er ótrúlega fúl yfir þessu. Segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar eftir 3-0 tap gegn Breiðablik í Mjólkurbikar kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
Þriðja árið í röð eru Blikar banabiti Þróttara í Mjólkurbikarnum.
„Tilfinningin er ekkert frábær. Þetta eru leikir sem að við viljum klárlega vinna og bikarinn er það skemmtilegur að manni langar að komast alla leið en svona er þetta bara."
Þróttarar lenda snemma tveimur mörkum undir í dag og fengu síðan þriðja markið á sig eftir sinn besta spilkafla í leiknum.
„Þetta var hrikalega leiðinlegt. Það er alltaf erfitt að fá mörk á sig svona snemma og að vera 3-0 undir í hálfleik er erfitt en við vorum ennþá inn í leiknum og stýrðum honum oft á tíðum mjög vel og vorum að spila vel en boltinn fór ekki í netið hjá okkur í dag."
Álfhildur fékk rautt spjald í seinasta leik í deidinni sem gerir það að verkum að hún tekur út leikbann í næsta leik sem er einmitt gegn Breiðabliki.
„Ég er ótrulega sár út í sjálfa mig yfir þessu en ég veit að stelpurnar eru brjálaðar og vilja vinna næsta leik og við getum það."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir