Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 17. júlí 2021 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona"
Sindri var frábær í dag.
Sindri var frábær í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tryggva Guðmunds hlaup á fjær.
Tryggva Guðmunds hlaup á fjær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög sætt, alltaf gaman að vinna, sérstaklega á heimavelli. Þetta var langþráð, langt síðan síðast þannig auðvitað var þetta helvíti sætt."

Áttum nokkur lög inni
Sigurinn er annar sigur ÍA í deildinni í sumar. Eins og Sindri segir var sigurinn langrþráður og það mátti heyra fagnaðarlætin innan úr klefa Skagamanna.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Þetta er helvíti skemmtilegur hópur, við erum búnir að bíða lengi eftir þessu, áttum nokkur lög inni og við erum að reyna klára þau."

„Við tengdum saman að ekki bara 2-3 leikmenn séu á pari, við erum að fá fimmtán góðar frammistöður. Það hjálpar helvíti mikið ef það eru fleiri en 3-4 'on' á sama tíma."

„Við vorum staðráðnir í að spyrna aðeins frá botninum, það var ekki annað hægt þar sem við erum langneðstir. Við þurfum að reyna klífa töfluna aðeins og byrja á því að ná liðunum fyrir ofan okkur."

„Þetta var klárlega besta frammistaðan okkar í sumar, þannig við getum byggt ofan á þetta."


Tryggva Guðmunds hlaup á fjær
Sindri átti stóran þátt í seinna mark ÍA og var beðinn um að lýsa því.

„Langt innkast, Tryggva Guðmunds hlaup á fjær, skýt undir markmanninn og ég vil meina að hann hafi verið kominn inn. Ég ætla að fá þetta skráð takk."

Sindri átti skot sem Johannes Vall henti sér fyrir og þaðan fór boltinn í netið, skotið var á leiðinni framhjá miðað við þær endursýningar sem fréttaritari hefur séð.

Sleit reimina og þess vegna dýfði Sindri sér
Á 59. mínútu féll Sindri með miklum tilþrifum eftir návígi við Almar Ormarsson. Hann var spurður út í hvað hafi gerst í því atviki.

„Þegar hann sleit reimina á skonum? Hann tók reimina alveg upp og ég þurfti að fara úr skónum að laga skóinn. Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona. Ég var að reyna hoppa upp úr tæklingunni en hann tók reimina þannig að ég þurfti að laga skóinn," sagði Sindri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner