Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 17. júlí 2021 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona"
Sindri var frábær í dag.
Sindri var frábær í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tryggva Guðmunds hlaup á fjær.
Tryggva Guðmunds hlaup á fjær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög sætt, alltaf gaman að vinna, sérstaklega á heimavelli. Þetta var langþráð, langt síðan síðast þannig auðvitað var þetta helvíti sætt."

Áttum nokkur lög inni
Sigurinn er annar sigur ÍA í deildinni í sumar. Eins og Sindri segir var sigurinn langrþráður og það mátti heyra fagnaðarlætin innan úr klefa Skagamanna.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Þetta er helvíti skemmtilegur hópur, við erum búnir að bíða lengi eftir þessu, áttum nokkur lög inni og við erum að reyna klára þau."

„Við tengdum saman að ekki bara 2-3 leikmenn séu á pari, við erum að fá fimmtán góðar frammistöður. Það hjálpar helvíti mikið ef það eru fleiri en 3-4 'on' á sama tíma."

„Við vorum staðráðnir í að spyrna aðeins frá botninum, það var ekki annað hægt þar sem við erum langneðstir. Við þurfum að reyna klífa töfluna aðeins og byrja á því að ná liðunum fyrir ofan okkur."

„Þetta var klárlega besta frammistaðan okkar í sumar, þannig við getum byggt ofan á þetta."


Tryggva Guðmunds hlaup á fjær
Sindri átti stóran þátt í seinna mark ÍA og var beðinn um að lýsa því.

„Langt innkast, Tryggva Guðmunds hlaup á fjær, skýt undir markmanninn og ég vil meina að hann hafi verið kominn inn. Ég ætla að fá þetta skráð takk."

Sindri átti skot sem Johannes Vall henti sér fyrir og þaðan fór boltinn í netið, skotið var á leiðinni framhjá miðað við þær endursýningar sem fréttaritari hefur séð.

Sleit reimina og þess vegna dýfði Sindri sér
Á 59. mínútu féll Sindri með miklum tilþrifum eftir návígi við Almar Ormarsson. Hann var spurður út í hvað hafi gerst í því atviki.

„Þegar hann sleit reimina á skonum? Hann tók reimina alveg upp og ég þurfti að fara úr skónum að laga skóinn. Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég dýfði svona. Ég var að reyna hoppa upp úr tæklingunni en hann tók reimina þannig að ég þurfti að laga skóinn," sagði Sindri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner