Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   þri 20. júní 2023 22:06
Anton Freyr Jónsson
Laugardalsvöllur
Jói Berg: Það hefur verið frábært að vinna með honum
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við spila mjög vel í dag sértaklega í fyrri hálfleik. Við þorðum að spila boltanum og mér fannst það aðeins vanta í seinni hálfleikinn að þora að vera aðeins meira með boltann en við vörðumst gríðarlega vel og frábær stemming á vellinum sem hjálpar gríðarlega mikið og fá þetta svekkjandi mark á okkur er ansi þreytt og erfitt að kingja en svona er þessi fótbolti. Við þurfum að breyta þessari heppni okkur hag." sagði jóhann Berg Guðmundsson eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Portúgal

„Ég er því miður ekki búin að sjá markið aftur og get lítið um þetta sagt og eins og ég segi þetta var líka erfitt manni færri og þreyttar lappir. Mér fannst við vera mjög solid, margt jákvæt og eins svekktir og við erum þá er hægt taka fullt af jákvæðum hlutum og við þurfum bara að fara í næsta glugga og taka sex stig og vona það besta."

„Það er náttúrulega bara ef og hefði, við getum aldrei sagt hvernig það hefði farið. Hann er kominn inn í þetta núna og við erum með flott leikplan og ég held að við höfum sýnt það í þessum tveimur leikjum en það eru þessi smá atriði sem við þurfum að laga."

„Ég sagði við strákana fyrir leik að við þurfum að vera fókuseraðir allar mínútur og það má ekki slökkva á sér í eina sekúndu. Þetta eru þrjú mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og við vonandi bara lærum af því og gerum betur næst en það eru fullt af jákvæðum punktum í þessum leikjum."

„Það hefur frábært að vinna með honum (Age Hareide) og vonandi verðum við bara enn betri. Þetta er auðvitað stuttur gluggi fyrir hann í þessum tveimur leikjum og mér sýnist það allaveganna á leik liðsins að þetta er upp á við og vonandi höldum við því áfram."

Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner