Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 20. júní 2023 22:06
Anton Freyr Jónsson
Laugardalsvöllur
Jói Berg: Það hefur verið frábært að vinna með honum
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við spila mjög vel í dag sértaklega í fyrri hálfleik. Við þorðum að spila boltanum og mér fannst það aðeins vanta í seinni hálfleikinn að þora að vera aðeins meira með boltann en við vörðumst gríðarlega vel og frábær stemming á vellinum sem hjálpar gríðarlega mikið og fá þetta svekkjandi mark á okkur er ansi þreytt og erfitt að kingja en svona er þessi fótbolti. Við þurfum að breyta þessari heppni okkur hag." sagði jóhann Berg Guðmundsson eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Portúgal

„Ég er því miður ekki búin að sjá markið aftur og get lítið um þetta sagt og eins og ég segi þetta var líka erfitt manni færri og þreyttar lappir. Mér fannst við vera mjög solid, margt jákvæt og eins svekktir og við erum þá er hægt taka fullt af jákvæðum hlutum og við þurfum bara að fara í næsta glugga og taka sex stig og vona það besta."

„Það er náttúrulega bara ef og hefði, við getum aldrei sagt hvernig það hefði farið. Hann er kominn inn í þetta núna og við erum með flott leikplan og ég held að við höfum sýnt það í þessum tveimur leikjum en það eru þessi smá atriði sem við þurfum að laga."

„Ég sagði við strákana fyrir leik að við þurfum að vera fókuseraðir allar mínútur og það má ekki slökkva á sér í eina sekúndu. Þetta eru þrjú mörk sem við eigum að koma í veg fyrir og við vonandi bara lærum af því og gerum betur næst en það eru fullt af jákvæðum punktum í þessum leikjum."

„Það hefur frábært að vinna með honum (Age Hareide) og vonandi verðum við bara enn betri. Þetta er auðvitað stuttur gluggi fyrir hann í þessum tveimur leikjum og mér sýnist það allaveganna á leik liðsins að þetta er upp á við og vonandi höldum við því áfram."

Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner