,,Ég er fegin að vera að hætta að þjálfa í þessari deild því dómararnir eru svo lélegir hjá KSí að það er hreint og beint skandall," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn Aftureldingu í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag og staðfesti um leið að hún sé að hætta með liðið og leit sé í gangi að nýjum þjálfara.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 0 Fylkir
,,Það verður að fara að bæta dómgæsluna, við fáum allskonar dómara á leikina. Mér finnst að KSÍ þurfi að bæta þetta. Þetta er upp og niður en yfir höfuð finnst mér að það megi bæta dómgæsluna. Ég hélt hreinlega að dómarinn í dag hafi gleypt flautuna í fyrri hálfleik. Mér fannst að við hefðum átt að fá allavega tvö víti, eitthvað gerðist allavega því hann fann flautuna aldrei."
Ragna Lóa staðfesti að hún muni hætta með liðið en hún stefnir þó á að vinna áfram við liðið og fara í sæti eiginmanns síns, Hermanns Hreiðarsonar sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna.
,,Ég á von á því að ég verði í kringum liðið. Ég er að hugsa um að láta reka manninn úr formannsstöðunni og taka við henni sjálf. Ég hugsa að ég endi þar. Ég er ekkert að fara frá liðinu og við erum bara að leita að þjálfara."
Athugasemdir