Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 27. september 2014 17:10
Karitas Þórarinsdóttir
Ragna Lóa: Fegin að hætta því dómararnir eru svo lélegir
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Ég er fegin að vera að hætta að þjálfa í þessari deild því dómararnir eru svo lélegir hjá KSí að það er hreint og beint skandall," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn Aftureldingu í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag og staðfesti um leið að hún sé að hætta með liðið og leit sé í gangi að nýjum þjálfara.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  0 Fylkir

,,Það verður að fara að bæta dómgæsluna, við fáum allskonar dómara á leikina. Mér finnst að KSÍ þurfi að bæta þetta. Þetta er upp og niður en yfir höfuð finnst mér að það megi bæta dómgæsluna. Ég hélt hreinlega að dómarinn í dag hafi gleypt flautuna í fyrri hálfleik. Mér fannst að við hefðum átt að fá allavega tvö víti, eitthvað gerðist allavega því hann fann flautuna aldrei."

Ragna Lóa staðfesti að hún muni hætta með liðið en hún stefnir þó á að vinna áfram við liðið og fara í sæti eiginmanns síns, Hermanns Hreiðarsonar sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna.

,,Ég á von á því að ég verði í kringum liðið. Ég er að hugsa um að láta reka manninn úr formannsstöðunni og taka við henni sjálf. Ég hugsa að ég endi þar. Ég er ekkert að fara frá liðinu og við erum bara að leita að þjálfara."
Athugasemdir
banner
banner