Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
banner
   lau 27. september 2014 17:10
Karitas Þórarinsdóttir
Ragna Lóa: Fegin að hætta því dómararnir eru svo lélegir
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Ragna Lóa á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Ég er fegin að vera að hætta að þjálfa í þessari deild því dómararnir eru svo lélegir hjá KSí að það er hreint og beint skandall," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 2-0 tap gegn Aftureldingu í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag og staðfesti um leið að hún sé að hætta með liðið og leit sé í gangi að nýjum þjálfara.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  0 Fylkir

,,Það verður að fara að bæta dómgæsluna, við fáum allskonar dómara á leikina. Mér finnst að KSÍ þurfi að bæta þetta. Þetta er upp og niður en yfir höfuð finnst mér að það megi bæta dómgæsluna. Ég hélt hreinlega að dómarinn í dag hafi gleypt flautuna í fyrri hálfleik. Mér fannst að við hefðum átt að fá allavega tvö víti, eitthvað gerðist allavega því hann fann flautuna aldrei."

Ragna Lóa staðfesti að hún muni hætta með liðið en hún stefnir þó á að vinna áfram við liðið og fara í sæti eiginmanns síns, Hermanns Hreiðarsonar sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna.

,,Ég á von á því að ég verði í kringum liðið. Ég er að hugsa um að láta reka manninn úr formannsstöðunni og taka við henni sjálf. Ég hugsa að ég endi þar. Ég er ekkert að fara frá liðinu og við erum bara að leita að þjálfara."
Athugasemdir
banner
banner