„Það var ekki mikið af færum. Mér finnst Haukarnir spila góðan og agaðan varnaleik sem er erfitt að brjóta niður. Við náum nokkrum færum og áttum kannski að skora eitt,“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir markalaust jafntefli síns liðs gegn Haukum fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Haukar 0 - 0 Víkingur Ó.
Spurður um hversu vel gangi að fá hina mörgu nýju leikmenn liðsins til að spila saman sagði hann: „Ég ætla bara að vera heiðarlegur, ég er ennþá að kynnast þeim. Ég er að sjá kosti og galla. Þetta var mikið. Við höfum alltaf misst mikið af leikmönnum en þetta var mikið. Sérstaklega mikið af góðum leikmönnum. Ég þarf einfaldlega nokkrar vikur.“
„Alltaf bjartsýnn. Vonandi verður þetta bara svipað og í fyrra, svipað góðir leikmenn eða betri!“ Sagði hann að lokum um framhaldið hjá Víkingi.
Athugasemdir