
„Svekkelsi miðað við „effortið" sem við lögðum í leikinn og eftir þennan fyrri hálfleik þar sem við eigum mörg rosalega góð færi og það vantaði herslumuninn að koma boltanum yfir (línuna). Þessi mörk sem við fáum á okkur sitja í okkur, þetta var skrítinn leikur að tapast. En það jákvæða er að við eigum skilið meira úr leiknum og verðum að taka það með okkur," sagði Sverrir Ingi Ingason eftir tapið gegn Slóvakíu í kvöld.
Slóvakía komst yfir með marki eftir innkast sem Ísland átti á eigin vallarhelmingi.
Slóvakía komst yfir með marki eftir innkast sem Ísland átti á eigin vallarhelmingi.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Slóvakía
„Bæði mörkin sem við fáum okkur; fyrra markið eigum við innkast á okkar vallarhelmingi og í seinna markinu eiga þeir innkast inn á okkar vallarhelmingi. Það var fast leikatriði, eiginlega ekkert í gangi og við kannski sofnum aðeins á veðrinum. Á þessu getustigi geturu ekki gert það og hann (Slóvakinn) skýtur í fyrra skipti á 20 metrunum í bláhornið og í seinna skiptið... ótrúlegt mark. Jóhann Berg hreinsar í hann og boltinn fellur í fjærhornið."
„Það var svekkjandi að fara ekki með forskot inn í hálfleik og geta þá jafnvel beitt skyndisóknum í seinni hálfleik. Við verðum bara að taka þessu og gíra okkur fyrir þriðjudaginn."
Er þetta sigurmark ljótasta mark sem þú hefur séð? „Ég er ekki frá því, við erum þrír einhvern veginn í kringum sig. Hann er einhvern veginn að færa sig og fær hann í öxlina. Boltinn hefði getað farið í milljón áttir en endar á því að fara inn. Ótrúlega svekkjandi."
Skrítin dagsetning á þessum leikjum
Íslenska liðið lá neðar í seinni hálfleik. Var það þreyta?
„Það getur verið þreyta. Dagskráin á þessum leikjum er á skrítnum tíma. Það eru margir leikmenn sem hafa verið lengi stopp og eðlilegt að menn séu ekki eins beittir og þeir sem eru að koma beint af tímabili. Þeir stýrðu leiknum áður en þeir skoruðu sigurmarkið, en þeir voru ekkert að ógna þannig séð. Þetta var bara stál í stál, við fengum færin en þetta datt með þeim í dag."
Höfum áður náð í ótrúleg úrslit
Sverrir segir mikilvægi leiksins gegn Portúgals hafa aukist eftir þessi úrslit.
„Klárlega, við fengum ekkert stig í dag og þurfum einhversstaðar að taka stig. Við þurfum að líta yfir leikinn og taka það jákvæða sem við fengum í dag og reyna byggja ofan á það á þriðjudaginn. Við vitum að við erum að fara spila við frábæran mótherja á þriðjudaginn og vonandi getum við náð að tjasla okkur saman líkamlega og reynt að valda einhverjum usla. Við höfum náð ótrúlegum úrslitum áður, þurfum bara að trúa á það," sagði Sverrir.
Athugasemdir