Bara rugluð tilfinning, við höfum lent í þessari tilfinningu áður í fyrra á móti Víking og er bara ekkert eðlilega skemmtileg og góð tilfinning sagði Ísak Andri Sigurgeirsson maður leiksins í kvöld er Stjarnan vann HK - 5 - 4 en Ísak var með þrjár stoðsendingar og eitt mark í leiknum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 4 HK
Maður getur ekki beðið um mikið meira þannig að ég fer sáttur á koddan í kvöld.
Það er búið að vera ströggl að skora en núna er brostin stíflan og við settum fimm á þá og það er bara geggjað
HK pressuðu vel undir lokin, var komið stress í Stjörnumenn?
Ég viðurkenni það að ég var að fara yfirum á bekknum síðustu þrjár mínúturnar sko
Nánar er rætt við Ísak Andra í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir