
„Mér líst vel á þetta, við erum mættir heim til að spila tvo mikilvæga landsleiki og við erum alltaf tilbúnir í það," sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fulham við Fótbolta.net í dag en framundan eru leikir gegn Finnum og Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni HM í Rússlandi.
Raggi segir Ísland verða að vinna heimaleikina sína, ætli liðið sér til Rússlands.
Raggi segir Ísland verða að vinna heimaleikina sína, ætli liðið sér til Rússlands.
„Við verðum helst að vinna alla heimaleiki ef við ætlum upp úr þessum riðli. Við eigum að vinna Finnana og Tyrkina líka."
Ragnar var spurður út í byrjun sína hjá enska liðinu Fulham. Liðinu gekk vel þangað til Ragnar kom eins og hann kemur sjálfur inná.
„Við byrjuðum rosalega vel, svo kom ég og við höfum ekki unnið leik síðan en við erum að spila góðan bolta, við erum bara ekki að ná inn mörkum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir