„Mér líður ágætlega eftir leikinn. Það var óþarfi að fá á sig akkúrat þetta mark, en þetta er náttúrulega geggjað skot hjá Amöndu,'' segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnuna, eftir 1-1 jafntefli gegn Val í 15. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Stjarnan
„Við skoruðum gott mark og áttum möguleika undir lokin að stela þessu, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi. Það sást vel að bæði liðin voru að bakka á móti hvort öðrum og passa sig upp á það að lenda ekki undir.''
„Við erum bara ánægð með framlagið og hvernig liðið spilaði, það er að segja hvernig þær skiliðu hlutverkin sínu bæði sóknar og varnalega. Við hefðum viljað nýta hröðu sóknirnar örlítið betur, komast í betur færi eða klára á markið,''
„Það kom kafli þarna í seinni hálfleik sem datt aðeins niður hjá okkur, en þá komu skiptingarnar inn og þá fengum við meiri orku,''
Það var orðromur um að Elín Metta væri mögulega að æfa hjá Stjörnunni.
„Elín Metta býr vestur á fjörðum og vinnur þar eins og er, þannig hún hefur ekkert verið í æfingu hjá okkur.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.