Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fös 11. ágúst 2023 22:37
Halldór Gauti Tryggvason
Chris Brazell um Arnar Þór: Hann hefur spilað framherja áður
Lengjudeildin
Chris Brazzel, þjálfari Gróttu
Chris Brazzel, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Að sjálfsögðu vonsvikinn að hafa tapað leiknum, gríðarlega svekkjandi tap. Fannst þetta vera jafn leikur, myndi auðvitað ekki segja að við hefðum spilað fullkomnlega en við gerðum marga hluti vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum og snemma í seinni, þannig að fyrstu viðbrögð, mjög svekkjandi.” Þetta sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir 2-1 tap á móti Leikni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Grótta

Chris spilaði varnarmanninn Arnar Þór sem framherja í dag, en af hverju ætli það sé? „ Við notuðum hann aðallega til þess að líma sig á hafsentana og reyna búa til meira pláss fyrir aðra leikmenn, og ef ég á að vera hreinskilinn fannst mér hann standa sig frábærlega í dag, hann pressaði vel og var góður á boltanum. Þó að þetta hefur komið á óvart þá hefur hann spilað framherja áður. Hann hefur verið að reyna að sannfæra mig síðustu tvö ár að hann sé framherji. Ég sagði honum alltaf að ég myndi aldrei spila hann frammi en, það var reyndar ósatt, en já mér fannst hann standa sig vel í dag."
Spilaði liðið þitt eftir leikplaninu? „Hundrað prósent, þeir reyndu það að minnsta kosti. Við vorum með skýrt leikplan, mér fannst við pressa þá mjög vel í fyrri hálfleiknum, við vitum að þeir eru lið sem að hafa hugmynd um hvað þeir vilja gera, en þeir eru ekkert mjög góðir í að aðlagast, sem að þeir gerðu ekki í dag, það kom mér á óvart. Pressan okkar var mjög góð nema þarna í endann þegar að við fórum bara maður í mann að reyna að finna jöfnunarmark. Ég mun aldrei gagnrýna liðið mitt í tengslum við leikskipulag."
Var eitthvað í leik Leiknis sem að kom þér á óvart í kvöld? „Nei ekkert sem að kom mér á óvart. Þeir eru með mjög góða leikmenn sem að sjálfsögðu hjálpar, þeir voru að koma niður úr efstu deild, þannig að liðið er með mikið af leikmönnum með mikla reynslu. Mér finnst Róbert á hægri kantinum einnig vera mjög góður leikmaður, mér líkar mikið við hann."


 „Stemningin er alla jafna góð en að sjálfsögðu, eftir svona tap, er stemmingin ekki góð. Við viljum standa okkur vel, við gerum þetta ekki til þess að tapa. Þannig að já, niðurdregnir í dag en það sem er gott við þetta lið, og það sem að ég hef tekið eftir síðastliðin tvö ár er að við erum nánir og við erum góðir á góðu dögunum en við eru líka góðir á þeim slæmu.”
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner