Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 11. október 2018 22:30
Daníel Rúnarsson
Gylfi: Hefði ekki nennt að elta Mbappe niður hliðarlínuna
Þjóðadeildin skiptir ekki öllu máli
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 80 mínúturnar í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi fyrr í kvöld og er ánægður með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason komu báðir aftur inn í liðið eftir meiðsli og finnst Gylfa ánægjulegt og mikilvægt að fá þá aftur inn í hópinn.

„Þetta var fínasta frammistaða en þetta var æfingaleikur og maður fann að tempóið var minna en venjulega. Það er gríðarlega gott að hafa haldið þeim í skefjum í 80 mínútur en mjög svekkjandi að fá þessi mörk á sig í lokin," sagði Gylfi sallarólegur við Fótbolta.net að leikslokum.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr undir lok leiksins þegar Rúnar Már Sigurjónsson braut á Kylian Mbappe við hliðarlínuna og vakti mikla reiði heimamanna.

„Rúnar var aðeins of seinn í Mbappe. Auðvitað hefði hann stungið af hefði Rúnar leyft honum að fara, þannig ég skil hann alveg. Ég hefði sjálfur ekki nennt að elta hann niður hliðarlínuna.

„En auðvitað var hann aðeins of seinn og þetta gerist rétt fyrir framan bekkinn hjá þeim þannig þeir voru ekkert sáttir."


Gylfi telur landsliðið vera gírað upp fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni og segir andrúmsloftið í hópnum hafa verið gott þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum.

„Við vitum alveg að Þjóðadeildin skiptir ekkert öllu máli fyrir okkur. Við ætlum á EM 2020 og það er riðlakeppnin sem skiptir öllu máli."
Athugasemdir
banner
banner