Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
banner
   fim 11. október 2018 22:30
Daníel Rúnarsson
Gylfi: Hefði ekki nennt að elta Mbappe niður hliðarlínuna
Þjóðadeildin skiptir ekki öllu máli
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 80 mínúturnar í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi fyrr í kvöld og er ánægður með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason komu báðir aftur inn í liðið eftir meiðsli og finnst Gylfa ánægjulegt og mikilvægt að fá þá aftur inn í hópinn.

„Þetta var fínasta frammistaða en þetta var æfingaleikur og maður fann að tempóið var minna en venjulega. Það er gríðarlega gott að hafa haldið þeim í skefjum í 80 mínútur en mjög svekkjandi að fá þessi mörk á sig í lokin," sagði Gylfi sallarólegur við Fótbolta.net að leikslokum.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr undir lok leiksins þegar Rúnar Már Sigurjónsson braut á Kylian Mbappe við hliðarlínuna og vakti mikla reiði heimamanna.

„Rúnar var aðeins of seinn í Mbappe. Auðvitað hefði hann stungið af hefði Rúnar leyft honum að fara, þannig ég skil hann alveg. Ég hefði sjálfur ekki nennt að elta hann niður hliðarlínuna.

„En auðvitað var hann aðeins of seinn og þetta gerist rétt fyrir framan bekkinn hjá þeim þannig þeir voru ekkert sáttir."


Gylfi telur landsliðið vera gírað upp fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni og segir andrúmsloftið í hópnum hafa verið gott þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum.

„Við vitum alveg að Þjóðadeildin skiptir ekkert öllu máli fyrir okkur. Við ætlum á EM 2020 og það er riðlakeppnin sem skiptir öllu máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner