Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mán 14. ágúst 2023 01:23
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Björn Daníel: Stundum þarf maður að láta öskra aðeins á sig
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Gott að vinna. Þetta var ekki gott hjá okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við setja kraft í þetta í seinni hálfleik. Skoruðum tvö mörk og hefðum getað skorað eitt eða tvö í viðbót en fyrst og fremst bara ánægður með að vinna erfiðan leik, það er mikilvægt“ sagði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir sigur gegn ÍBV fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: FH 2 -  1 ÍBV

Eins og Björn sagði sjálfur var margt ábótavant hjá FH liðinu í fyrri hálfleik og aðspurður hvort að Heimir hafi tekið hárblásarann í hálfleik segir hann léttur:

Ég ætla nú ekki að fara segja neitt um það, hann stendur þarna. Jú, jú, hann lét okkur heyra það. Líka, þetta var 0-0 og svo tek ég aukaspyrnu fljótt sem endar í einhverju skrípamarki og erfiðara að koma til baka úr 1-0. Svona er fótbolti stundum, stundum þarf maður að láta öskra aðeins á sig til að koma sér í gang.

FH eru í hörkubaráttu um 4. sætið sem er líka mögulegt Evrópusæti og sigurinn í dag gaf sterka þrjá punkta í þeirri baráttu, FHingar hljóta að horfa löngunaraugum á fjórða sætið?

Við viljum fara í alla leiki til að vinna þá og safna eins mörgum stigum og við getum og vonandi skilar það okkur eins hátt og mögulegt er í töflunni. Við þurfum að fara að tengja saman sigra, þetta hefur verið upp og niður þrátt fyrir ágætar frammistöður í síðustu leikjum. Þetta snýst um að vinna leikina og við gerðum það í dag.“ 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner