Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 26. apríl 2023 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kynntar í dag og komu beint inn - „Vissum alveg gæði þeirra tveggja"
Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Hann lenti í smá hjólaslysi á dögunum en var samt auðvitað mættur á hliðarlínuna í kvöld.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Hann lenti í smá hjólaslysi á dögunum en var samt auðvitað mættur á hliðarlínuna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við förum vissulega héðan með núll stig og það er tölfræðin sem telur. Frammistaðan var heilt yfir flott hjá stelpunum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 4-1 tap gegn Þrótti í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

„Fyrsti leikur er búinn og áfram gakk."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 FH

Nýliðar FH gerðu klaufaleg mistök sem leiddu til þess að þær voru 2-0 undir í hálfleik. Í seinni hálfleik spiluðu þær lengst mjög vel og voru óheppnar að jafna ekki í 2-2. FH er spáð neðsta sæti á meðan Þrótti er spáð fjórða sæti.

„Mér fannst liðið spila bara vel en að sama skapi er það ekkert nýtt undir sólinni. FH-liðið er búið að spila svona leik eftir leik. Þetta er bara stíll FH-liðsins."

FH tilkynnti í morgun að félagið væri búið að semja við tvo nýja miðverði um að leika með liðinu í sumar, þær Arna Eiríksdóttir og Heidi Samaja Giles gengu til liðs við félagið. FH hefur verið að leitast eftir því að styrkja miðvarðarstöðuna þar sem Maggý Lárentsínusdóttir er ólétt. Félaginu tókst á endanum að fá Örnu og Heidi. Þær komu seint inn en fóru báðar beint inn í byrjunarliðið í dag.

„Við vissum alveg gæði þeirra tveggja. Þær vildu hjálpa liðinu. Við vonuðumst til þess að þær myndu smella strax í liðið og í leikstílinn. Ég er mjög ánægður með þeirra framlag því það er ekki auðvelt að fara beint í djúpu laugina með nýju liði og nýjum liðsfélögum. Mér fannst þær standa sig gríðarlega vel á móti öflugum framherjum Þróttar," sagði Guðni en hann getur tekið margt jákvætt úr þessum leik.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner