PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   fim 26. ágúst 2021 21:12
Þorgeir Leó Gunnarsson
Jóhannes: Það er stutt á milli
KR upp fyrir Aftureldingu
Lengjudeildin
Jóhannes Karl þjálfari KR
Jóhannes Karl þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fór í heimsókn í Mosfellsbæinn í kvöld í 16.umferð Lengjudeildar kvenna. Sannkallaður úrslitaleikur gegn Aftureldingu um sæti í Pepsi Max á næsta ári og það var að lokum KR sem tók öll stigin sem voru í boði. 0-3 sigur var niðurstaðan og Jóhannes Karl þjálfari KR var að vonum sáttur í leikslok.

„Hörku leikur. Þetta var bara það sem við áttum von á. Afturelding er með frábært lið og búið að leggja mikið í starfið hérna. Við vissum að þetta yrði barningur í 90 mínútur og þetta var það. 3-0 er kannski stærra en það þurfti að vera. Mér fannst KR liðið bara spila vel í dag. Við lögðum upp með það að vera þéttar og loka ákveðnum svæðum. Sækja svo úr þeim leikstöðum sem við fengum, við gerðum það eiginlega frábærlega í dag" Sagði Jóhannes beint eftir leik.

KR er núna sem stendur í 2.sæti deildarinnar og nægir því að klára sína tvo leiki til að fara upp. Jóhannes var meðvitaður um mikivægi sigursins en var þó ekki á því að þetta væri komið „Það er of mikið eftir til að svara því. Það hefur sýnt sig í sumar að það er stutt á milli. Deildin er feykilega sterk og við eigum eftir tvo leiki. Þurfum að sækja 6 stig áður en við getum fagnað einhverju" Sagði Jóhannes að lokum.

Nánar er rætt við Jóhannes í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í rauðu spjöldin undir lok leiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner