KR upp fyrir Aftureldingu
KR fór í heimsókn í Mosfellsbæinn í kvöld í 16.umferð Lengjudeildar kvenna. Sannkallaður úrslitaleikur gegn Aftureldingu um sæti í Pepsi Max á næsta ári og það var að lokum KR sem tók öll stigin sem voru í boði. 0-3 sigur var niðurstaðan og Jóhannes Karl þjálfari KR var að vonum sáttur í leikslok.
„Hörku leikur. Þetta var bara það sem við áttum von á. Afturelding er með frábært lið og búið að leggja mikið í starfið hérna. Við vissum að þetta yrði barningur í 90 mínútur og þetta var það. 3-0 er kannski stærra en það þurfti að vera. Mér fannst KR liðið bara spila vel í dag. Við lögðum upp með það að vera þéttar og loka ákveðnum svæðum. Sækja svo úr þeim leikstöðum sem við fengum, við gerðum það eiginlega frábærlega í dag" Sagði Jóhannes beint eftir leik.
„Hörku leikur. Þetta var bara það sem við áttum von á. Afturelding er með frábært lið og búið að leggja mikið í starfið hérna. Við vissum að þetta yrði barningur í 90 mínútur og þetta var það. 3-0 er kannski stærra en það þurfti að vera. Mér fannst KR liðið bara spila vel í dag. Við lögðum upp með það að vera þéttar og loka ákveðnum svæðum. Sækja svo úr þeim leikstöðum sem við fengum, við gerðum það eiginlega frábærlega í dag" Sagði Jóhannes beint eftir leik.
KR er núna sem stendur í 2.sæti deildarinnar og nægir því að klára sína tvo leiki til að fara upp. Jóhannes var meðvitaður um mikivægi sigursins en var þó ekki á því að þetta væri komið „Það er of mikið eftir til að svara því. Það hefur sýnt sig í sumar að það er stutt á milli. Deildin er feykilega sterk og við eigum eftir tvo leiki. Þurfum að sækja 6 stig áður en við getum fagnað einhverju" Sagði Jóhannes að lokum.
Nánar er rætt við Jóhannes í viðtalinu hér fyrir ofan og hann meðal annars spurður út í rauðu spjöldin undir lok leiks.
Athugasemdir