Aron Elís Þrándarson var á skotskónum á sínum gamla heimavelli í Víkinni þegar U21 árs landsliðið sigraði Skota 2-0 í kvöld. Íslenska liðið var með vindi í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa færi þá. Síðari hálfleikurinn var mun betri.
„Það var erfitt að spila. Boltinn fauk eiginlega út af strax og það var miklu betra að vera á móti vindinum," sagði Aron.
„Ég hafði á tilfinningunni að við myndum taka þetta í seinni. Þeir voru byrjaðir að væla yfir veðrinu og ég hafði allan tímann trú á þessu."
„Það var erfitt að spila. Boltinn fauk eiginlega út af strax og það var miklu betra að vera á móti vindinum," sagði Aron.
„Ég hafði á tilfinningunni að við myndum taka þetta í seinni. Þeir voru byrjaðir að væla yfir veðrinu og ég hafði allan tímann trú á þessu."
Íslenska liðið mætir Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn og sigur þar tryggir sæti á EM á næsta ári.
„Mér fannst sjást í seinni hálfleik í dag hvað menn voru að gefa í þetta. Við ætlum okkur alla leið," sagði Aron ákveðinn.
Hér að oafan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir