Það er stemning í Breiðholtinu fyrir komandi tímabili í Inkasso-deildinni. Kristján Páll Jónsson, leikmaður Leiknis R., ræddi við Fótbolta.net um komandi tímabil.
„Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega spennir að byrja," segir hann.
„Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega spennir að byrja," segir hann.
Kristján Páll er að fara inn í enn eitt tímabil sitt sem leikmaður Leiknis. Hann hefur nánast leikið samfleytt með liðinu frá 2006.
„Veturinn hefur verið hrikalega góður samanborið við síðustu tvo vetra. Við höfum lagt mikið upp úr líkamlega forminu. Siggi Höskulds, aðstoðarþjálfari okkar síðasta sumar, tók okkur í gegn."
Stefán Gíslason tók við Leikni eftir síðustu leiktíð.
„Hann hefur komið vel inn í þetta. Þetta er gæi sem þekkir fótbolta inn og út, og hefur kennt okkur mikið."
Leiknismenn höfnuðu í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð.
„Við höfum verið í þessari deild lengi og hún getur farið á alla vegu. Við stefnum á að koma af krafti inn í þetta og gefa öllum liðum leik. Við sjáum svo hvað kemur upp úr pokanum í september."
Fyrsti leikur Leiknis í Inkasso-deildinni er gegn Magna, sem tapaði 10-1 gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í vikunni.
Viðtalið er hér að ofan.
1. umferð í Inkasso:
laugardagur 4. maí
Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Leiknir R.-Magni (Leiknisvöllur)
16:30 Þór-Afturelding (Þórsvöllur)
sunnudagur 5. maí
14:00 Þróttur R.-Njarðvík (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Grótta (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Fjölnir-Haukar (Extra völlurinn)
14:00 Keflavík-Fram (Nettóvöllurinn)
Inkasso-hringborðið! @Inkassodeildin hefst um helgina og hér má heyra Jón Þór og Sigga Helga skoða liðin tólf og spá í baráttuna framundan #fotboltinet https://t.co/b41LwXWorv
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 3, 2019
Athugasemdir