„Ég er ofboðslega ánæðgur með leikinn í dag. Þetta var góð frammistaða,“ sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Valur
„Við tengdum saman frammistöðu úr Skagaleiknum sem við vorum ofboðslega ánægðir með þannig það var mikilvægt. Ef við náum að tengja saman frammistöðu þá eykur það líkurnar á góðum úrslitum.“
Það var liðsframmistaða sem skóp sigurinn hjá KA í dag.
„Ótrúlega sterk eining og sterkt lið. Við erum búnir að vinna hörðum höndum að því að búa til sterkt lið í kringum þetta frábæra félag og sú vinna fannst mér skila sér ofboðslega sterkt í dag. Þetta gefur okkur mikið í þeirri vinnu sem framundan er.“
Valur fékk lítið af sénsum fyrir framan mark KA manna.
„Valur er náttúrulega frábært fótboltafélag og þú þarft að vera ofboðslega mikið á tánum til að gefa þeim ekki mikið af sénsum. Það sem þeir fengu var svona klafs en mér varð samt aldrei rótt þegar boltinn nálgaðist teiginn okkar en við stóðum vaktina ofboðslega vel. Við hefðum í raun geta set fleiri en eitt mark.“
Framundan er útileikur á móti FH.
„Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ef KA vill verða lið sem að mátar sig við stóru strákana þá þurfum við að vera tilbúnir og fagna svona leikjum. Núna leggjum við Íslandsmeistarana á okkar heimavelli og næsta verkefni er FH sem er líklega eitt stærsta lið áratugarins og það er það sem við viljum gera.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir