Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 05. maí 2019 19:27
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Við stóðum vaktina ofboðslega vel
Mynd: KA
„Ég er ofboðslega ánæðgur með leikinn í dag. Þetta var góð frammistaða,“ sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Við tengdum saman frammistöðu úr Skagaleiknum sem við vorum ofboðslega ánægðir með þannig það var mikilvægt. Ef við náum að tengja saman frammistöðu þá eykur það líkurnar á góðum úrslitum.“

Það var liðsframmistaða sem skóp sigurinn hjá KA í dag.

„Ótrúlega sterk eining og sterkt lið. Við erum búnir að vinna hörðum höndum að því að búa til sterkt lið í kringum þetta frábæra félag og sú vinna fannst mér skila sér ofboðslega sterkt í dag. Þetta gefur okkur mikið í þeirri vinnu sem framundan er.“

Valur fékk lítið af sénsum fyrir framan mark KA manna.

„Valur er náttúrulega frábært fótboltafélag og þú þarft að vera ofboðslega mikið á tánum til að gefa þeim ekki mikið af sénsum. Það sem þeir fengu var svona klafs en mér varð samt aldrei rótt þegar boltinn nálgaðist teiginn okkar en við stóðum vaktina ofboðslega vel. Við hefðum í raun geta set fleiri en eitt mark.“

Framundan er útileikur á móti FH.

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ef KA vill verða lið sem að mátar sig við stóru strákana þá þurfum við að vera tilbúnir og fagna svona leikjum. Núna leggjum við Íslandsmeistarana á okkar heimavelli og næsta verkefni er FH sem er líklega eitt stærsta lið áratugarins og það er það sem við viljum gera.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner