Ólafur Ingi Skúlason var ekkert að mála myndina ljósrauðum litum þegar hann lýsti frammistöðu liðs síns í 0-3 tapi fyrir Blikum í kvöld.
"Þetta var hörmulegt, bara nánast frá fyrstu mínútu. Við vorum á eftir þeim frá eiginlega fyrstu mínútu og þeir voru bara sprækari og ferskari en við allan tímann"
"Þetta var hörmulegt, bara nánast frá fyrstu mínútu. Við vorum á eftir þeim frá eiginlega fyrstu mínútu og þeir voru bara sprækari og ferskari en við allan tímann"
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 3 Breiðablik
Ólafur taldi það að langt hefur verið á milli leikja Fylkisliðsins hafi spilað inní.
"Ég held að þessi þriggja vikna pása hafi mögulega haft eitthvað að segja, við áttum að vera ferskari eftir að þeir voru búnir að spila 120 mínútur í bikarúrslitaleik á laugardaginn, en engar afsakanir því þeir voru miklu grimmari og ákveðnari en við í dag.
Það vantar tempó í leggina þegar þú ert í 19 daga bara í æfingum. Við reynum auðvitað að taka einhverja innbyrðis æfingaleiki en það er bara ekkert það sama. Mér fannst þannig bragur á okkur í dag, við vorum seinir í öllum aðgerðum og vorum bæði andlega og líkamlega á eftir þeim í dag.
Verkefni Fylkis næst er að fara í Vesturbæinn og mæta KR. Stig þar gæti skipt lykilmáli í baráttu Fylkis fyrir áframhaldandi veru í PEPSI deild.
"Við förum í alla leiki eins og við höfum gert, bara til þess að vinna og við verðum bara að svara þessu í kvöld í næsta leik á KR-vellinum, það er bara verðugt verkefni fyrir okkur.
Nánar er rætt við Ólaf Inga í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir