Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 19. september 2018 22:14
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Ingi: Hörmulegt frá fyrstu mínútu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Ingi Skúlason var ekkert að mála myndina ljósrauðum litum þegar hann lýsti frammistöðu liðs síns í 0-3 tapi fyrir Blikum í kvöld.

"Þetta var hörmulegt, bara nánast frá fyrstu mínútu.  Við vorum á eftir þeim frá eiginlega fyrstu mínútu og þeir voru bara sprækari og ferskari en við allan tímann"

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

Ólafur taldi það að langt hefur verið á milli leikja Fylkisliðsins hafi spilað inní.

"Ég held að þessi þriggja vikna pása hafi mögulega haft eitthvað að segja, við áttum að vera ferskari eftir að þeir voru búnir að spila 120 mínútur í bikarúrslitaleik á laugardaginn, en engar afsakanir því þeir voru miklu grimmari og ákveðnari en við í dag.

Það vantar tempó í leggina þegar þú ert í 19 daga bara í æfingum.  Við reynum auðvitað að taka einhverja innbyrðis æfingaleiki en það er bara ekkert það sama.  Mér fannst þannig bragur á okkur í dag, við vorum seinir í öllum aðgerðum og vorum bæði andlega og líkamlega á eftir þeim í dag.


Verkefni Fylkis næst er að fara í Vesturbæinn og mæta KR.  Stig þar gæti skipt lykilmáli í baráttu Fylkis fyrir áframhaldandi veru í PEPSI deild.

"Við förum í alla leiki eins og við höfum gert, bara til þess að vinna og við verðum bara að svara þessu í kvöld í næsta leik á KR-vellinum, það er bara verðugt verkefni fyrir okkur.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner