Þórður fyrirliði Fjölnis var niðurlútur eftir að ljóst var orðið að þeir munu leika í Inkassodeildinni næsta sumar.
"Þetta er bara ömurlegt. Það eru allir ógeðslega svekktir, ég hélt að við gætum græjað þetta en svo fór sem fór."
"Þetta er bara ömurlegt. Það eru allir ógeðslega svekktir, ég hélt að við gætum græjað þetta en svo fór sem fór."
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 2 Breiðablik
Fjölnirmenn hófu leikinn sterkt en misstu svo tök á honum þegar Blikar gera fyrra markið.
"Við byrjum leikinn ágætlega, svo ná þeir einu skoti á markið og skora og svo ná þeir öðru skoti á markið og skora. Það er svolítið erfitt að spila leik þar sem má ekki koma skot á markið án þess að skora. Ég tek það svolítið á mig, þetta var ömurlegur leikur hjá mér í dag."
Sumarið er búið að vera erfitt, getur Þórður bent á eitthvað eitt frekar en annað sem er ástæða fallsins?
"Þetta byrjaði ágætlega en um miðbik mótsins hættum við að skora mörk og náðum ekki að klára þessa leiki sem við vorum með yfirhönd í og missum þá og förum svo að tapa. Það gengur ekki og þá ferðu bara niður."
Ætla ekki Fjölnismenn að setja markið á það að koma beint upp aftur?
"Ég hef enga trú á öðru. Við stefnum á það að fara beint upp."
Nánar er rætt við Þórð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir