Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 23. september 2018 16:58
Magnús Þór Jónsson
Þórður Inga: Ömurlegur leikur hjá mér í dag
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Þórður fyrirliði Fjölnis var niðurlútur eftir að ljóst var orðið að þeir munu leika í Inkassodeildinni næsta sumar.

"Þetta er bara ömurlegt.  Það eru allir ógeðslega svekktir, ég hélt að við gætum græjað þetta en svo fór sem fór."

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Breiðablik

Fjölnirmenn hófu leikinn sterkt en misstu svo tök á honum þegar Blikar gera fyrra markið.

"Við byrjum leikinn ágætlega, svo ná þeir einu skoti á markið og skora og svo ná þeir öðru skoti á markið og skora.  Það er svolítið erfitt að spila leik þar sem má ekki koma skot á markið án þess að skora.  Ég tek það svolítið á mig, þetta var ömurlegur leikur hjá mér í dag."

Sumarið er búið að vera erfitt, getur Þórður bent á eitthvað eitt frekar en annað sem er ástæða fallsins?

"Þetta byrjaði ágætlega en um miðbik mótsins hættum við að skora mörk og náðum ekki að klára þessa leiki sem við vorum með yfirhönd í og missum þá og förum svo að tapa.  Það gengur ekki og þá ferðu bara niður."

Ætla ekki Fjölnismenn að setja markið á það að koma beint upp aftur?

"Ég hef enga trú á öðru.  Við stefnum á það að fara beint upp."

Nánar er rætt við Þórð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner