Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 09. janúar 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Löngu kominn tími á að við vinnum leik
Icelandair
Birkir Már á æfingu í Katar.
Birkir Már á æfingu í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Vals, er aldursforesti í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð og Eistlandi í vináttuleikjum í Katar á næstu dögum.

„Þetta er fínt. Ég átti von á Kára (Árnasyni) og héld að ég yrði ekki aldursforseti . Hann dró sig út vegan aldurs og ég tek þetta á mig." sagði Birkir hress við Fótbolta.net eftir fyrstu æfingu landsliðsins í Katar í gær en Ísland mætir Svíþjóð á föstudag.

„Ég hlakka til að spila á móti Svíþjóð. Ég þekki einhverja í liðinu og hef spilað á móti þeim öllum áður. Það verður gaman að spreyta sig á móti þeim."

Þyrstir í sigur
Íslenska landsliðið náði einungis einum sigri árið 2018 en hann kom í vináttuleik gegn Indónesíu. Birki er farið að þyrsta í sigur með landsliðinu.

„Það er orðið alltof langt síðan. Það er löngu kominn tími á að við vinnum leik og það væri fínt að taka sigur núna og byrjar árið vel."

Hungur í hópnum hjá Val
Valsmenn fengu í fyrradag Gary Martin, Emil Lyng og Lasse Petry til liðs við sig fyrir næsta sumar.

„Þetta eru leikmenn sem okkur vantaði. Það var aðeins farinn að þynnast hópurinn. Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) er í brasi og Patrick (Pedersen) er farinn þannig að okkur vantaði sóknarmenn til að auka breiddina í hópnum," sagði Birkir.

„Ef við ætlum að vinna titilinn í þriðja skipti og fara lengra í Evrópukeppni þá þurfum við stóran hóp og góð gæði. Þessir leikmenn sem komu í gær (í fyrradag) líta vel út. Við erum alls ekki saddir. Við ætlum að reyna að vinna allt sem við getum unnið og fara lengra en annað lið hefur gert í Evrópukeppninni," sagði Birkir að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner