
„Þeir hafa leikmenn á besta aldri, toppleikmenn í hverri einustu stöðu. Þetta er orðið frábært lið í dag," segir Alfreð Finnbogason, sóknarmaður Íslands, um komandi leik gegn Belgíu.
Fyrir sléttum fjórum árum síðan skoraði Alfreð í vináttulandsleik gegn Belgíu, leik sem Belgar unnu 3-1.
Fyrir sléttum fjórum árum síðan skoraði Alfreð í vináttulandsleik gegn Belgíu, leik sem Belgar unnu 3-1.
Leikurinn á fimmtudaginn er í Þjóðadeildinni en margir mikilvægir leikmenn eru fjarverandi hjá Íslandi vegna meiðsla.
„Þetta er leiðinlegt en ekkert sem við getum gert í þessu. Þetta er bara gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa fengið færri tækifæri síðustu ár að spila gegn besta liði heims."
„Við fáum svör hverjir eru klárir í þetta 'level'"
Alfreð ræddi við Fótbolta.net á æfingu íslenska landsliðsins í Belgíu í dag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir