Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 15. október 2018 21:35
Egill Sigfússon
Gylfi: Styttist í næsta sigur okkar
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld
Gylfi í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðardeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld, segir að það sé erfitt að koma til baka gegn liði eins og Sviss.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Auðvitað er svekkjandi að lenda 2-0 undir gegn svona liði, ef þeir komast yfir nýta þeir sér það og eftir að þeir skora verðum við að fara framar og þá ná þeir að nýta sér það."

Gylfi sagði markmanninn hafa verið góðan hjá Sviss en þeir hafi átt að skora allavega eitt mark í viðbót. Þá sagði Gylfi að hann trúi því að það styttist í næsta sigur.

„Hann var fínn og átti alveg nokkrar góðar vörslur en ef ég segi alveg eins og er þá verðum við að skora eitt mark í viðbót. Það er ekkert skemmtilegt að tapa leikjum en við höfum spilað vel á undanförnu og það styttist í að við förum að vinna leiki aftur."

Gylfi kallaði á boltasækjarana að slaka á þegar Sviss var að sækja hratt í fyrri hálfleik og sagði að það hefði verið til þess að Sviss næði ekki skyndisókn.

„Ég var að biðja þá um að taka sér tíma í að kasta boltanum inná, þeir eru með fljóta menn inná og það gerir okkur erfiðara fyrir ef þeir fá boltann strax."
Athugasemdir
banner
banner
banner