Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigið sem að hans menn sóttu gegn Stjörnunni í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld.
„Ég er bara ánægður með stigið. Við erum ekki góðir fyrsta hálftímann og Stjarnan tók okkur aðeins í bólið. Svo byrjum við að taka aðeins þátt seinasta korterið en fáum á okkur þetta mark og rauða spjald sem að gerir okkur erfitt fyrir. En eftir að við jöfnum gekk planið okkar eftir að verja þetta stig." sagði Rúnar eftir leikinn í kvöld.
„Ég er bara ánægður með stigið. Við erum ekki góðir fyrsta hálftímann og Stjarnan tók okkur aðeins í bólið. Svo byrjum við að taka aðeins þátt seinasta korterið en fáum á okkur þetta mark og rauða spjald sem að gerir okkur erfitt fyrir. En eftir að við jöfnum gekk planið okkar eftir að verja þetta stig." sagði Rúnar eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 KR
Markmannsstaða KR hefur verið til umræðu í vetur en Beitir Ólafsson var frábær í rammanum í dag og var valinn maður leiksins af undirrituðum.
„Ég áttaði á mig á síðasta tímabili hvað við værum með höndunum í Beiti. Hann er búin að fá góða þjálfun í vetur og er búinn að vera bæta sig sífellt. Hann er metnaðargjarn, frábær karakter og frábær í hóp. Ég er hrfinn af honum." sagði Rúnar um Beiti.
Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir