Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis fór með sína menn í Árbæinn þar sem við tók Fylkisliðið. Fjölnir var fallið niður um deild fyrir leikinn og því ekkert undir nema stoltið en það má segja að það hafi farið alveg eftir 7-0 tap gegn Fylki.
Lestu um leikinn: Fylkir 7 - 0 Fjölnir
"Þetta er bara til skammar. Ég hef sjaldan verið jafn niðurlægður og þetta kemur manni heldur betur í raunveruleikann."
"Þetta er fótboltaleikur og snýst um stolt Fjölnisliðsins og þá finnst mér mjög skrítið ef það er erftit fyrir menn að gíra sig upp fyrir leikinn."
Fjölnir byrjaði leikinn af krafti og voru líklegir fyrstu mínútur en eftir fyrsta mark Fylkis þá hrundi allt hjá liðinu.
"Það er kannski fáránlegt að segja það en ég hafði svona ágætis tilfinningu fyrir þessu í byrjun en það hrundi bara allt. Ég veit ekki hvað Gummi Kalli sagði við dómarann en fyrir mér leit þetta þannig út eins og hann hafi bara ekki nennt þessu og viljað láta reka sig útaf. Þetta var held ég bara rétt ákvörðun því mér sýndist hann hrækja í áttina að honum (Helga Mikael, dómara)"
Óli Palli þekkir vel til sín í Grafarvoginum þar sem hann var sjáfur leikmaður og fyrirliði liðsins áður en hann tók við þjálfarastöðu liðsins.
"Ég mun setjast niður með stjórninni á næstunni og ég hef alltaf áhuga á að hjálpa til hjá Fjöni ef þess verður óskað en það er erfitt að vera jákvæður eftir svona afhroð"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir