Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 17. mars 2019 19:58
Arnar Helgi Magnússon
Óli Stefán: Próf fyrir okkur að mæta ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA og Fjölnir skildu jöfn í lokaleik riðils 3 í Lengjubikarnum í dag. Leikið var í Boganum á Akureyri og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

„Þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er ánægður með margt, það var nokkrum sinnum sem að við fengum stöður sem að við hefðum getað gert betur í. Ég held að jafntefli sé bara sanngjörn niðurstaða," sagði Óli Stefán, þjálfari KA, eftir leikinn í dag.

Óli er ánægur með undirbúningstímabilið hjá KA.

„Já, í heild sinni. Það er auðvitað búnar að vera miklar breytingar hjá okkur. Nýtt teymi og margir nýjir leikmenn. Áherslurnar eru að koma inn í leikina og við höfum fengið góð úrslit, ekki ennþá tapað í vetur og það er alltaf jákvætt. Við eigum helling eftir."

Markmið KA er að gera betur en liðið gerði í fyrra.

„Taka utan um það sem við erum að gera vel og ná því í gegn sem fyrst. Vonandi náum við að gera betur en KA gerði í fyrra."

KA er komið í undanúrslit Lengjubikarsins og mætir þar ÍA á fimmtudaginn.

„Nú eru undanúrslit framundan í þessari keppni gegn frábæru liði Skagans. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að fara þangað, þeir hafa verið frábærir í vetur. Þetta er ákveðið próf fyrir okkur að mæta ÍA. Síðan förum við beint þaðan til Tyrklands í tíu daga, það er kærkomið."

Viðtalið við Óla Stefán má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner