Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 21:30
Fótbolti.net
Sterkasta lið 26. umferðar - Dagur Dan leikmaður umferðarinnar
Dagur Dan Þórhallsson er leikmaður umferðarinnar í annað sinn á tímabilinu. Alls hefur hann verið í liði umferðarinnar sjö sinnum.
Dagur Dan Þórhallsson er leikmaður umferðarinnar í annað sinn á tímabilinu. Alls hefur hann verið í liði umferðarinnar sjö sinnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Adam Ægir Pálsson hefur sex sinnum verið í liði umferðarinnar.
Adam Ægir Pálsson hefur sex sinnum verið í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik Pohl, leikmaður Fram.
Jannik Pohl, leikmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér má sjá næst síðasta Sterkasta lið umferðarinnar þetta tímabilið, í boði Steypustöðvarinnar. Sterkasti leikmaður umferðarinnar er Dagur Dan Þórhallsson sem skoraði glæsilega þrennu í 5-2 útisigri Breiðabliks gegn Val.

Dagur var meðal leikmanna í úrvalsliði ársins sem opinberað var um helgina.

Viktor Karl Einarsson er einnig í liði umferðarinnar eftir hans frammistöðu gegn Val, hann skoraði og lagði upp í leiknum.



Þjálfari umferðarinnar er Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem stýrði Keflavík til 7-1 sigurs gegn Leikni. Þessi úrslit gerðu endanlega út um vonir Leiknismanna sem eru fallnir niður í Lengjudeildina.

Adam Ægir Pálsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Keflavík í leiknum og var maður leiksins. Dagur Ingi Valsson er einnig í úrvalsliðinu en hann kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk.

Júlíus Magnússon fyrirliði Víkings skoraði glæsilegt mark í jafntefli gegn KR og Viktor Jónsson skoraði í öðrum leiknum í röð þegar ÍA vann endurkomusigur gegn ÍBV.

KA er í öðru sæti deildarinnar en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins og Dusan Brkovic átti hrikalega öflugan leik í hjarta varnarinnar.

Þá eiga Framarar þrjá fulltrúa eftir 3-0 sigur liðsins gegn FH. Jannik Pohl skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Ólafur Íshólm Ólafsson og Delphin Tshiembe eru einnig í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Lið 25. umferðar
Lið 24. umferðar
Lið 23. umferðar
Lið 22. umferðar
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
25. umferð - Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
24. umferð - Matthías Vilhjálmsson (FH)
23. umferð - Danijel Dejan Djuric (Víkingur)
22. umferð - Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
21. umferð - Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
20. umferð - Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner