Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð er ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi Tómas: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
   lau 01. október 2016 16:25
Magnús Már Einarsson
Veigar Páll um Hauka orðróm: Sögur ganga hér og þar
Bestur í 22. umferð - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta er draumadagur fyrir mig. Mér fannst drullugaman að spila í dag og ég naut þess í botn," sagði Veigar Páll Gunnarsson við Fótbolta.net eftir 4-1 sigur Stjörnunnar á Víkingi Ólafsvík í dag.

Veigar kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Hilmar Árni Halldórsson meiddist. Veigar skoraði tvívegis og hjálpaði Stjörnunni að landa Evrópusæti. Hann er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Víkingur Ó.

Stjarnan tryggði sér 2. sætið í deildinni með sigrinum í dag. Hefði Veigar tekið því fyrir mótið? „Ég hefði pottþétt tekið þetta. Markmiðið var Evrópusæti. Við vitum að við áttum möguleika á titlinum en ég hefði tekið Evrópusætið."

Hinn 36 ára gamli Veigar verður samningslaus á næstunni en hann veit ekki hvert framhaldið verður.

„Það er óvissa. Klukkan 8 í fyrramálið er ég að fara í golfferð og síðan skýrist hvað gerist. Það eina sem ég veit er að mig langar að halda áfram sem fótboltaleikmaður. Mér finnst ég eiga allavega eitt ár eftir. Ég ætla að reyna fyrir mér aftur sem fótboltamaður á næsta ári."

Veigar hefur verið orðaður við Hauka þar sem hann gæti orðið bæði leikmaður og aðstoðarþjálfari með Stefáni Gíslasyni.

„Það eru sögur sem ganga hér og þar. Ég ætla að njóta í dag og sjá hvað gerist síðan á næstu dögum," sagði Veigar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Bestur í 21. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Bestur í 20. umferð - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Bestur í 19. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bestur í 18. umferð - Andreas Albech (Valur)
Bestur í 17. umferð - Damir Muminovic (Breiðablik)
Bestur í 16. umferð - Hallur Flosason (ÍA)
Bestur í 15. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner