Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 22. apríl
Úrvalsdeildin
Man City - Aston Villa - 19:00
WORLD: International Friendlies
Spain U-16 2 - 0 Austria U-16
Kosovo U-16 2 - 1 Andorra U-16
Albania U-16 3 - 0 San Marino U-16
Turkey U-16 3 - 1 Belgium U-16
Toppserien - Women
SK Brann W 7 - 0 Kolbotn W
Honefoss W 2 - 1 Roa W
Rosenborg W 3 - 0 Lyn W
Stabek W 2 - 0 Bodo-Glimt W
La Liga
Barcelona - Mallorca - 19:30
Valencia 0 - 1 Espanyol
fim 21.apr 2022 22:45 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 9. sæti

Keppni í Bestu kvenna hefst 26. apríl. Fótbolti.net mun næstu daga opinbera spá fyrir deildina í sumar. Liðin verða kynnt eitt af öðru.

Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Rebekka
Fyrirliðinn Rebekka
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergdís Fanney verður lykilmaður í liði KR
Bergdís Fanney verður lykilmaður í liði KR
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann Lengjudeildina í fyrra
KR vann Lengjudeildina í fyrra
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Systurnar Björk og Laufey Björnsdætur
Systurnar Björk og Laufey Björnsdætur
Mynd/KR
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4 ?
5 ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. KR
10. Keflavík

9. sæti KR (fall)

Lokastaða í fyrra: Liðið varð Lengjudeildarmeistari í fyrra eftir að hafa fallið úr efstu deild árið áður. Liðið endaði með 42 stig, var með bestu sóknina og næstbestu vörnina. Liðið náði í 22 stig á heimavelli og 20 stig á útivelli.

Þjálfarinn: Jóhannes Karl Sigursteinsson er á leið inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari KR. Áður hafði hann þjálfað HK/Víking, Breiðablik og Stjörnuna. Arnar Páll Garðarsson sem þjálfaði KH í fyrra er Jóhannesi til aðstoðar.

Álit Eiðs
Eiður Ben Eiríksson er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu kvenna en hann var síðustu ár annar af þjálfurum Vals. Hér er álit Eiðs á liði Keflavíkur.

„KR liðið kemur til leiks á ný í efstu deild eftir stutt stopp í Lengjudeildinni. Það hefur verið hugur í Vesturbænum undanfarin ár að koma liðinu aftur í fremstu röð og oft hefur hugurinn verið kominn lengra heldur en geta liðsins. Eftir bikarúrslitin 2019 var miklu tjaldað til fyrir tímabilið 2020, en Covid kom heldur betur aftan að KR liðinu og niðurstaðan varð fall.

Liðið heldur í sama þjálfara en hefur gert breytingar innan þjálfarateymisins sem gætu gefið vítamínsprautu inní kvennastarfið til lengri tíma litið. Árið í ár mun þó einungis snúast um að móta sterkan hóp sem tryggir veru liðsins í efstu deild og vonandi lið sem verður hægt að byggja í kringum á næstu árum.

Það er ekki mikið að marka úrslit vetrarins hjá KR liðinu, margir leikmenn sem kláruðu mótið með liðinu síðasta sumar eru horfnar á braut og voru það yngri leikmenn sem tóku við keflinu, hægt og býtandi hefur liðið verið að mótast í vetur og ef marka má uppganginn undanfarnar vikur að þá geta KR-ingar verið bjartsýnir á komandi sumar."


Sterkir póstar sem missa af hluta mótsins
„Liðið þarf að treysta á að útlendingarnir sem eru nýlega mættar til leiks gefi þeim sem fyrir eru byr undir báða vængi og koma yngri leikmönnum liðsins hægt og rólega inn. KR er með sterka pósta sem stunda nám erlendis og munu týnast inn stuttu fyrir mót. Þjálfarararnir þurfa að vera með plön hvernig skal bregðast við þegar þeir leikmenn fara aftur út þegar líður á mótið, eins og undir lok Lengjudeildarinnar í fyrra.

KR er lið sem á að geta verið í fremstu röð á Íslandi, klúbburinn er með sögu sem alla dreymir um að eiga og þó að kvennaliðið hafi ekki verið að berjast á toppi efstu deildar undanfarin ár þá eru öll lið tilbúin að leggja aðeins meira á sig þegar þau mæta í Frostaskjólið. Liðið þarf að láta þetta vinna með sér en ekki gegn sér, fara í leikina sem stoltir KR ingar.

Ef spáin reynist rétt verður fallbarátta niðurstaðan, en ég tel að KR sé ekki síðra en liðin sem er spáð sætunum fyrir ofan og geta svo sannarlega afsannað þessa spá."


Lykilmenn: Bergdís Fanney Einarsdóttir, Marcy Barberic og Susan Phonsongkham.

Gaman að fylgjast með: Ísabella Sara Tryggvadóttir hefur staðið sig vel í vetur og getur óvænt orðið einn af lykilleikmönnum liðsins þrátt fyrir ungan aldur.

Komnar:
Bergdís Fanney Einarsdóttir frá Val
Björk Björnsdóttir frá HK
Brynja Sævarsdóttir frá Breiðabliki
Gígja Valgerður Harðardóttir frá HK
Marcy Barberic frá Bandaríkjunum
Margaux Chauvet frá Ástralíu
Margrét Regína Grétarsdóttir frá Fram
Róberta Lilja Ísólfsdóttir frá ÍA
Rut Matthíasdóttir frá Þór/KA
Susan Phonsongkham frá Ástralíu
Ásta Kristinsdóttir frá ÍR (var á láni)
Emilía Ingvadóttir frá ÍR (var á láni)

Farnar:
Aideen Keane
Arden Holden
Hlíf Hauksdóttir
Ingunn Haraldsdóttir til Grikklands
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Katie Pingel til Svíþjóðar
Katrín Ómarsdóttir
Kristín Sverrisdóttir hætt
Lilja Dögg Valþórsdóttir hætt
María Soffía Júlíusdóttir til Slóvakíu
Sandra Dögg Bjarnadóttir í ÍR
Thelma Björk Einarsdóttir
Þórunn Helga Jónsdóttir hætt
Athugasemdir
banner