Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
mánudagur 30. desember
Úrvalsdeildin
Aston Villa - Brighton - 19:45
Ipswich Town - Chelsea - 19:45
Man Utd - Newcastle - 20:00
Serie A
Bologna - Verona - 19:45
Como - Lecce - 17:30
mið 26.apr 2023 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 10. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. KR, sem féll úr Bestu deildinni í fyrra, er spáð neðsta sæti Lengjudeildarinnar í ár. Ef það rætist þá fer liðið beint niður í 2. deild eftir að hafa leikið í Bestu deildinni sumarið 2022.

Síðasta tímabil var erfitt í Vesturbænum.
Síðasta tímabil var erfitt í Vesturbænum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Perry Mclachlan tók við þjálfun KR eftir síðustu leiktíð.
Perry Mclachlan tók við þjálfun KR eftir síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá KR á undirbúningstímabilinu.
Úr leik hjá KR á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Björg er áfram í liðinu og er lykilmaður.
Hildur Björg er áfram í liðinu og er lykilmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jovana Milinkovic.
Jovana Milinkovic.
Mynd/KR
Ísabella Sara fór í Val. Mjög efnilegur leikmaður þar á ferðinni.
Ísabella Sara fór í Val. Mjög efnilegur leikmaður þar á ferðinni.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
KR fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
KR fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
KR er spáð tíunda sæti.
KR er spáð tíunda sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: Enduðu í tíunda sæti Bestu deildar kvenna. Sumarið var afskaplega erfitt í Vesturbænum, innan sem utan vallar. Það gekk erfiðlega að sækja stig innan vallar og utan vallar gagnrýndu leikmenn og þjálfarar hvernig haldið var utan um liðið. Það er vonandi búið að laga þá hluti þó liðinu sé ekki spáð góðu gengi í sumar.

Þjálfarinn: Perry Mclachlan tók við þjálfun KR eftir síðustu leiktíð. Perry hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2019, fyrst sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs og markmannsþjálfari, og svo sem aðstoðarþjálfari Þór/KA. Síðasta sumar var hann svo annar af aðalþjálfurum liðsins, það er að segja Þórs/KA. Núna er hann mættur í Vesturbæinn og fær verðugt verkefni, að endurbyggja hjá KR og búa til heillandi verkefni þar.

Sjá einnig:
Fékk sent skjáskot af atvinnuauglýsingu - „Ertu tilbúinn í ævintýri?"

Styrkleikar: KR ætlar að byggja frá öftustu línu en þær spila agaðan varnarleik. Þær hafa verið að spila 5-3-2 í vetur og hafa mætt góðum liðum sem hefur hjálpa þeim að stilla varnarleikinn. Þær eru með fljóta framherja og munu reyna að sækja hratt á andstæðinga sína.

Veikleikar: Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu í vetur og eru margir frábærir leikmenn farnir frá félaginu. Nánast allt liðið frá síðustu leiktíð hefur horfið á braut og það verður púsluspil fyrir Perry og teymi hans að púsla þessu saman. Þær spila lágpressu með fimm manna línu og þegar það er þannig þá er langt í markið hinum megin. Sóknarmennirnir gætu lent í því að vera einangraðar frammi en í svona kerfi getur verið erfitt að byggja upp sóknarleik.

Lykilmenn: Hildur Björg Kristjánsdóttir, Jewel Boland og Jovana Milinkovic.

Fylgist með: Ragnheiður Ríkharðsdóttir er efnilegur sóknarmaður sem er á láni frá Þrótti. Hún er fljót, teknísk og með öflugan vinstri fót. Hún gæti strítt varnarmönnum Lengjudeildarinnar í sumar en hún mun eflaust fá stórt hlutverk í KR-liðinu.

Komnar
Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir frá HK (á láni)
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir frá KH (var á láni)
Eydís Helgadóttir frá Augnabliki
Eygló Erna Kristjánsdóttir frá Hamri
Fanney Rún Guðmundsdóttir frá Sindra (var á láni)
Hafrún Mist Guðmundsdóttir frá Þór/KA
Hugrún Helgadóttir frá Augnabliki
Jewel Boland frá Bandaríkjunum
Jovana Milinkovic frá Sindra
Koldís María Eymundsdóttir frá ÍH
Laufey Steinunn Kristinsdóttir frá Sindra (var á láni)
Lilja Björg Geirsdóttir frá Þór/KA
Margrét Selma Steingrímsdóttir frá Völsungi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Þrótti R. (á láni)
Sólveig Birta Eiðsdóttir frá Tindastóli (á láni)
Tinna Dögg Þórðardóttir frá Þrótti R.
Vera Emilia Mattila frá ÍR

Farnar
Bergdís Fanney Einarsdóttir í Fylki
Cornelia Baldi Sundelius í Gróttu
Emelía Ingvadóttir í Fram
Guðmunda Brynja Óladóttir í HK
Hannah Lynne Tillett til Bandaríkjanna
Hildur Lilja Ágústsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Inga Laufey Ágústsdóttir í Aftureldingu
Ingibjörg Valgeirsdóttir í Þrótt R.
Ísabella Sara Tryggvadóttir í Val
Lilja Lív Margrétardóttir í Gróttu
Marcella Marie Barberic til Bandaríkjanna
Margaux Marianne Chauvet til Ástralíu
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir í Þrótt R.
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir í Stjörnuna (var á láni)
Rasamee Phonsongkham
Rebekka Sverrisdóttir í Val
Róberta Lilja Ísólfsdóttir í ÍA
Telma Steindórsdóttir í HK
Tijana Krstic í Fylki

Langtímaverkefni í Vesturbænum
Perry, þjálfari KR, er spenntur fyrir sumrinu. Það kemur honum ekki á óvart að liðinu sé spáð neðsta sæti.

„Það kemur mér ekkert sérstaklega á óvart ef við miðum við undirbúningstímabilið og allar þær breytingar sem hafa orðið hópnum frá síðasta tímabili. Við höfum endurbyggt hópinn, erum búin að gera margar breytingar innan félagsins og höfum farið vel yfir það hvernig við viljum gerum hlutina í kringum kvennaliðið," segir Perry í samtali við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum með fjóra leikmenn á æfingum í nóvember, stundum voru þær þrjár. Núna erum við með 24 leikmenn. Ég er ekki viss um að fólk sé meðvitað um hvað við höfum lagt mikla vinnu á okkur til að komast á þann stað sem við erum á núna. Við munum gera allt sem við getum sem lið til að fara í alla leiki til að vinna svo þessi spá verði ekki að veruleika."

„Við höfum lært mikið af undirbúningstímabilinu þar sem við höfum spilað í bæði Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. Við spiluðum gegn liðum úr Bestu deildinni í þessum mótum og það hjálpaði okkur að læra og þróa leik okkar."

Eins og Perry nefnir réttilega þá hafa miklar breytingar orðið á hópnum fyrir sumarið. „Margir leikmenn eru farnir og það eru mörg ný andlit í hópnum, margir efnilegir leikmenn. Félagið hefur staðið sig frábærlega í að styðja við þessa endurbyggingu. Teymið - Jamie Brassington, Vignir Snær og Melkorka - hafa líka staðið sig frábærlega í vetur. Pálmi Rafn Pálmason og Viktor Bjarki Arnarsson hafa líka hjálpað mikið, sem og Bjarni Guðjónsson sem er framkvæmdastjóri félagsins. Dyrnar hjá Rúnari Kristinssyni eru líka alltaf opnar og það er mikill félagsfílingur hjá KR í augnablikinu."

Hann býst við spennandi Lengjudeild í sumar. „Þetta verður klárlega spennandi og erfitt að segja hvernig hún mun spilast. Það munu lið koma á óvart eins og gengur og gerist í fótbolta. Það eru margir góðir þjálfarar með mismunandi stíla og það verður fróðlegt að sjá hvernig deildin spilast."

„KR er metnaðarfullt félag og verður það alltaf. Þetta er verkefni sem allt félagið styður við bakið á og það verður að byrja einhvers staðar. Þetta er langtímaverkefni við að endurbyggja kvennalið félagsins," sagði Perry að lokum.

Fyrstu þrír leikir KR
1. maí, FHL - KR (Fjarðabyggðarhöllin)
12. maí, KR - Fylkir (Meistaravellir)
17. maí, Afturelding - KR (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir
banner