Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 26. nóvember
Championship
Burnley 2 - 0 Coventry
Hull City 0 - 2 Sheff Wed
Norwich 6 - 1 Plymouth
Sheffield Utd 3 - 0 Oxford United
Stoke City 0 - 0 Preston NE
Sunderland 0 - 0 West Brom
Watford 1 - 0 Bristol City
Meistaradeildin
Slovan 2 - 3 Milan
Sparta Prag 0 - 6 Atletico Madrid
Barcelona 3 - 0 Brest
Leverkusen 5 - 0 Salzburg
Bayern 1 - 0 PSG
Inter 1 - 0 RB Leipzig
Man City 3 - 3 Feyenoord
Sporting 1 - 5 Arsenal
Young Boys 1 - 6 Atalanta
WORLD: International Friendlies
Algeria U-20 4 - 0 Libya U-20
Egypt U-20 1 - 0 Tunisia U-20
Switzerland U-16 0 - 1 Hungary U-16
Ulsan Citizen - Vietnam - 01:30
Bikarkeppni
Parla 0 - 1 Valencia
Manises 0 - 3 Getafe
mán 01.maí 2023 21:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 6. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Afturelding, 151 stig
7. Vestri, 135 stig
8. Þór, 98 stig
9. Njarðvík, 79 stig
10. Selfoss, 70 stig
11. Þróttur R., 58 stig
12. Ægir, 27 stig

6. Afturelding
Afturelding getur kaffært öllum liðum þegar kemur að því að halda boltanum, spurningin er bara hvort Mosfellingar nái að breyta yfirburðum sínum úti á velli í nægilega mörg færi til þess að skora mörk og klára leiki. Þeir ættu klárlega að geta það, eru me gæðaleikmenn innanborðs til þess að brjóta niður varnir andstæðinga, en þeir þurfa þá líka að gera það. Boltinn er hjá þeim sjálfum með það.



Þjálfarinn: Magnús Már Einarsson er að fara inn í sitt fjórða tímabil með uppeldisfélagið, það þriðja sem aðalþjálfari. Magnús er í flokki með yngri þjálfurunum í boltanum og er spennandi að fylgjast með því hvort liðið taki næsta skref undir hans stjórn. Hann hefur verið þekktur fyrir að sækja liðsstyrk til Spánar en ætlar að láta það vera í ár.



Styrkleikar: Líklegast besta lið deildarinnar milli teiganna, geta spilað reitarbolta út um nánast allan völl og haldið boltanum innan liðsins heilu leikina ef þeir vilja. Þeir eru með marga gæðamikla leikmenn og þjálfarinn hefur sannað sig sem einn mest spennandi þjálfari landsins. Hafa einnig bætt við sig gæðamiklum leikmönnum sem fá það hlutverk að færa þetta spennandi verkefni Mosfellinga skrefinu lengra og reyna að komast upp í gegnum úrslitakeppnina.


Rasmus er mikill leiðtogi í vörninni

Veikleikar: Hafa ekki verið nógu sterkir í teigunum hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega. Það gerir ekki mikið fyrir Aftureldingu að slátra öllum tölfræðiþáttum sendingalega og þess háttar en tapa svo kannski 3-1, eins og var stundum að koma fyrir hjá þeim í fyrra og var líka að gerast í vetur.

Lykilmenn: Varnarmaðurinn og reynsluboltinn Rasmus Christiansen er kominn frá Val, Ásgeir Marteinsson er kominn frá HK og á seiðkarlinn að búa til færi fyrir Arnór Gauta Ragnarsson sem kominn er til baka frá Noregi.


Arnór Gauti kominn aftur

Fylgist með: Bjartur Bjarmi, strákur sem Afturelding sótti frá Víkingi Ólafsvík. Duglegur og vel spilandi miðjumaður sem hefur komið vel inn í liðið.


BBB kominn frá Ólafsvík

Komnir
Andri Freyr Jónasson frá Fjölni
Arnór Gauti Ragnarsson frá Hönefoss
Ásgeir Marteinsson frá HK
Bjarni Páll Linnet Runólfsson frá HK
Bjartur Bjarmi Barkarson frá Víkingi Ólafsvík
Hjörvar Sigurgeirsson frá Hetti/Hugin
Oliver Jensen á láni frá Randers
Patrekur Orri Guðjónsson frá Hvíta riddaranum (var á láni)
Rasmus Christiansen frá Val
Yevgen Galchuk frá Úkraínu


Galchuk ver mark Mosfellinga í sumar

Farnir
Andi Hoti í Leikni (var á láni)
Gísli Martin Sigurðsson í Njarðvík
Hallur Flosason hættur (var á láni frá ÍA)
Javi Ontiveros
Jordan Tyler í Ægi
Marciano Aziz í HK (var á láni frá Belgíu)
Pedro Vazquez til Spánar
Sigurður Gísli Bond Snorrason í KFK
Sigurður Kristján Friðriksson í Hvíta riddarann
Ýmir Halldórsson í Breiðablik (var á láni)

Líklegt byrjunarlið


Fyrstu þrír leikir Aftureldingar:
5. maí, Selfoss - Afturelding (JÁVERK-völlurinn)
12. maí, Afturelding - Þór (Framvöllur)
21. maí, ÍA - Afturelding (Norðurálsvöllurinn)
Athugasemdir
banner