Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W 0 - 0 Everton W
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Bundesliga - Women
RB Leipzig W 1 - 0 Bayer W
Serie A
Cagliari 0 - 0 Juventus
Genoa 0 - 1 Lazio
Toppserien - Women
Lyn W 1 - 0 Lillestrom W
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar 2 - 0 Fakel
La Liga
Athletic 0 - 1 Granada CF
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W 2 - 2 Djurgarden W
Elitettan - Women
Umea W 1 - 0 Sunnana W
fim 03.nóv 2022 16:17 Mynd: Getty Images
Magazine image

Danskir sérfræðingar ræða Íslendingana í Köben: Það lýsir honum vel

Hákon Arnar Haraldsson varð í gær fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hákon, sem er 19 ára gamall Skagamaður, jafnaði metin fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Borussia Dortmund í gærkvöldi.

Markið var laglegt en hann átti gott samspil með Viktor Claesson áður en hann lagði boltann framhjá Gregor Kobel í markinu.

Líklega er þetta minning sem mun lifa með honum að eilífu:



Hákon er þar með fjórði Íslendingurinn til að skora fyrir karlalið í Meistaradeild Evrópu á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, Alfreð Finnbogasyni og Arnóri Sigurðssyni.

Arnór er áfram yngsti markaskorari Íslands í keppninni en fyrsta mark hans kom gegn Roma þann 7. nóvember fyrir fjórum árum er hann var 19 ára og 176 daga gamall.

Hákon var jafnframt valinn maður leiksins í gær, en það var ekki bara markið sem skilaði honum því. Hann var gríðarlega vinnusamur fyrir sitt lið og barðist mikið. Hann hljóp langmest af öllum leikmönnum vallarins.

„Mér fannst hann gera ótrúlega vel; hann var agressívur og sýndi flott hugarfar. Hann leiddi pressuna hjá FCK og gerði það vel. Hann var að spila sem fölsk nía og tókst það vel að koma liðsfélögum sínum inn í sóknarleikinn. Hann var að keppa á móti leikmönnum í hæsta klassa en var alveg sama. Hann sýndi mikið hugrekki," segir Victor Pilely, sem stýrir hlaðvarpi á vegum stuðningsmanna FC Kaupmannahafnar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég man þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik fyrir FCK. Hann var minnsti maðurinn á vellinum en náði samt að skora með skalla. Það lýsir honum vel. Hann fer í hverja einustu tæklingu, hvert einasta einvígi og gefur aldrei neitt eftir."

Pilely segir að það sé best þegar Hákon leikur á miðjum vellinum. „Hann er góður í stuttum sendingum og er sniðugur þegar kemur að 1-2 við aðra leikmenn. Hann getur spilað sem átta eða tía og líka sem fölsk nía. Hann er góður í því að ýta boltanum fram á við."

„Hann er mjög viðkunnanlegur og vel liðinn í hópnum. Hann er grínisti en skortir aldrei fagmennsku."



Hversu langt getur Hákon náð?
Hákon fór í unglingaakademíuna hjá FCK sumarið 2019 eftir að hafa leikið upp yngri flokkana með ÍA. Hann hefur tekið góð skref síðan hann fór til Kaupmannahafnar og er farinn að spila mikið með aðalliðinu.

Rasmus Stigsen hjá TV3 Sport í Danmörku segir að það sé of snemmt að kalla Hákon lykilmann í liði FCK.

„Það er kannski of snemmt að kalla hann lykilmann en hann er búinn að vera mjög mikilvægur á þessu tímabili. Það hafa verið vandamál í sókninni en Hákon hefur gert vel. Hann hefur ekki skorað eins mikið og hann, og félagið, hefðu viljað en vinnuframlag og tengingin hans við aðra leikmenn í kring er alltaf að verða betri og betri. Hann var stórkostlegur gegn Dortmund og markið gæti verið byrjunin á einhverju mjög góðu. Hann getur klárlega orðið algjör lykilmaður," segir Stigsen.

Þegar hann er spurður út í helstu styrkleika Hákons, þá nefnir hann svipaða hluti og Pilely: Vinnuframlag, hugarfar og góð hugsun inn á vellinum.

„Í gær hljóp hann allan tímann og tengdi sérstaklega vel við Viktor Claesson. Þegar 85 mínútur voru liðnar þá var hann orðinn mjög þreyttur, en honum tókst samt að hlaupa niður og stoppa skyndisókn. Í kjölfarið byrjaði hann aðra sókn fyrir Kaupmannahöfn. Svona hugarfar er svo mikilvægt fyrir unga leikmenn, að sýna hann er með meira en bara gæði á boltanum."


Hitakortið hjá Hákoni í gær. Hann var út um allan völl.

En hversu langt getur Skagamaðurinn ungi náð?

„Það liggur enginn vafi á því að Hákon getur tekið skrefið upp, en hann þarf enn að bæta sig áður en hann gerir það. Hann er nú þegar góður í að nýta færi og er svalur fyrir framan markið, en hann getur orðið enn betri. Ef hann heldur áfram að bæta sig þá getur hann spilað í einni af fimm bestu deildum heims. Hann getur samt enn bætt sig," segir Stigsen og bætir við:

„Ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði gegn Dortmund, þá er hann á réttri braut."

Pilely tekur í sama streng. „Hann á að vera áfram í Kaupmannahöfn núna og halda áfram að spila eins mikið og hann getur. Hann er einn af okkar hæfileikaríkustu leikmönnum og er með mikið sigur hugarfar. Hann getur orðið mikilvægur leikmaður fyrir félag í einni af fjórum stærstu deildum heims í framtíðinni."



Voru þrír Íslendingar inn á vellinum á sama tíma
Það eru þrír Íslendingar hluti af aðalliði FCK, sem er stærsta félagið í Danmörku, og þeir voru allir inn á vellinum á sama tíma í gær. Hákon byrjaði og svo komu Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum. Það voru því þrír Íslendingar inn á vellinum á sama tíma hjá FCK gegn Dortmund í gær.

„Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim öllum frá því þeir komu til FCK," segir Pilely en það eru fáir sem fylgjast eins vel með stöðu mála hjá félaginu líkt og hann gerir.

„Þetta eru þrír mismunandi leikmenn en það sem þeir eiga sameiginlegt er vinnusemin sem þeir búa yfir innan vallar. Þeir eru líka allir auðmjúkir utan vallar og stuðningsmennirnir taka afar vel í það. Þeir eru búnir að leggja mikið á sig til að læra tungumálið og stuðningsmennirnir eru farnir að líta á þá sem heimamenn, sérstaklega Hákon og Orra sem voru hluti af U19 liðinu sem rústaði sinni deild."


Hákon Arnar og Ísak Bergmann.

Sem dæmi um það hversu auðmjúkir þessir strákar eru þá hitti Pilely hinn umtalaða Hákon Arnar eftir leikinn í gær. Hákon var þá í neðanjarðarlestinni (e. metro) með fjölskyldu sinni - sem mætti á leiknn í gær- á leið heim eftir að hafa verið valinn maður leiksins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Stigsen segir að stuðningsmennirnir hugsi vel til íslensku leikmannana hjá félaginu.

„Stuðningsfólkinu þykir vænt um alla leikmenn FCK. Það er mikil ánægja með íslenska tríóið þar sem þeir hafa verið að standa sig vel, sérstaklega Hákon og Ísak. Orri hefur ekki spilað alveg eins mikið og hefur klúðrað stórum færum, en það þýðir ekki að hann sé óvinsæll -alls ekki. Stuðningsfólkið styður við bakið á þeim," segir Stigsen.


Ísak Bergmann Jóhannesson.

Ein stærsta umræðan um Orra
Orri Steinn, sem er 18 ára gamall, hefur raðað inn mörkunum með unglingaliðum FCK frá því hann kom til félagsins frá Gróttu sumarið 2020. Hann hefur verið viðloðandi aðalliðið á þessari leiktíð og fengið að spreyta sig með þeim.

Pilely segir að ein stærsta umræðan á meðal stuðningsmanna núna sé hvort Orri eigi að fá fleiri tækifæri en hann hefur verið að fá.

„Ein stærsta umræðan hefur verið um það hvort Orri eigi að fá enn fleiri tækifæri eða hvort við eigum að kaupa sóknarmann. Andreas Cornelius er núna sóknarmaður númer eitt en hann er mikið meiddur og því munu fleiri leikmenn fá mínútur í þeirri stöðu," segir Pilely.

„FC Kaupmannahöfn kynnti nýverið nýja stefnu þar sem var talað um að yngri leikmenn myndu fá meira traust og ég held því að fljótlega verði komið að tíma Orra Steins."


Orri Steinn Óskarsson.

Orri átti erfiðan dag fyrir stuttu þegar FCK vann sigur gegn Hobro í vítaspyrnukeppni í danska bikarnum. Hann klikkaði á vítaspyrnu í leiknum.

„Ég fann mikið til með honum í þeim leik. Hann átti að fá vítaspyrnu sem hann fékk ekki og svo skoraði hann mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var ekki rangstaða og það var því ósanngjarnt. Hann klikkaði svo því miður á vítaspyrnu. Hann var á réttum stað á réttum tíma í leiknum en boltinn vildi ekki inn. Hann var óheppinn og ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær við sjáum mörg mörk frá Orra."

„Rasmus Højlund var seldur til Sturm Graz í janúar og núna er hann hjá Atalanta á Ítalíu. Ég held að hann hafi verið seldur því félagið hefur mikla trú á Orra. Það segir mikið finnst mér. Hann setti markamet í unglingaliðunum."

Orri, sem er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, varð á dögunum yngsti Íslendingurinn í sögunni til að spila í Meistaradeildinni..



Ísak á enn eftir að láta ljós sitt skína
Ísak Bergmann, sem er 19 ára miðjumaður, var keyptur til FCK í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð. Ísak hefur verið inn og út úr liðinu hjá FCK en Pilely telur að það eigi enn eftir að finna rétta hlutverkið fyrir Ísak.

„Hákon og Ísak eru vissulega í ákveðinni samkeppni um stöðu í liðinu. Ísak hefur samt meira verið notaður á hægri kantinum á meðan Hákon hefur verið að spila á miðjum vellinum," segir Pilely.

„Ísak hefur átt nokkuð erfiðan tíma frá því hann kom til Kaupmannahafnar þar sem það hefur verið mikil rótering á leikmannahópnum, nýr leikstíll og fleira. Hann hefur ekki alveg náð að finna stöðugleika og það hefur reynst erfiðlega fyrir hann að negla hlutverk í liðinu. Vonandi mun það gerast."

Það styttist í vetrarfrí og telur Pilely að það muni gera Ísak gott að fá ákveðið undirbúningstímabil áður en danska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik.


Orri fyrir leik með U21 landsliðinu.

Íslendingar og FCK
Til að bæta ofan á þetta þá er Galdur Guðmundsson í unglingaliðum FCK. Þetta stærsta félag Danmerkur er mikið Íslendingafélag og hefur verið það í gegnum tíðina. Það er eitthvað sérstakt samband þarna á milli.

„FCK hefur verið að breyta um stefnu og er félagið að fókusera meira á að fá til sín unga leikmenn í Skandinavíu. Ungir leikmenn eru að fá fleiri tækifæri og það er heillandi fyrir unga leikmenn að koma hingað - líka af því liðið er yfirleitt í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni," segir Pilely.

„Kaupmannahöfn er líka góð borg til að búa í. Hún er ekki risastór en samt frekar stór. Það er mjög gott að búa hérna og ég held að Íslendingum líði vel hér í borginni og hjá félaginu."

Það er alveg hægt að tala um ákveðna Íslendinganýlendu í Kaupmannahöfn, hjá þessu stærsta félagi Danmerkur. Gærkvöldið var stórt fyrir Hákon Arnar en vonandi er þetta byrjunin á einhverju mögnuðu fyrir hann. Vonandi er FC Kaupmannahöfn byrjunin á einhverju mjög svo góðu fyrir þá alla.


Athugasemdir
banner
banner