Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 23. janúar
WORLD: International Friendlies
Bandaríkin 3 - 0 Kosta Ríka
þri 04.apr 2023 13:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Stýrir verkefnum hjá einum stærsta framleiðanda matvinnslutækja í heiminum

Kristinn Jónsson hefur á síðustu fimmtán árum verið besti vinstri bakvörðurinn í efstu deild á Íslandi. Hann ólst upp í Breiðabliki og varð bæði bikar- og Íslandsmeistari þar. Svo fór hann út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og Noregs áður en hann sneri heim og gekk í raðir KR. Hann er núna á leið inn í sitt sjötta tímabil í Vesturbænum þar sem honum líður mjög vel. Samhliða fótboltanum starfar Kristinn í Marel og var hann jafnframt að setja á fót vefsíðu með vinum sínum.

Í leik með KR síðasta sumar.
Í leik með KR síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á undirbúningstímabilinu.
Á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Þetta hentar mér rosalega vel og þetta hefur aldrei vafist fyrir fótboltanum'
'Þetta hentar mér rosalega vel og þetta hefur aldrei vafist fyrir fótboltanum'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Verkfræðin tekur á svo mörgum hlutum. Mér finnst hún passa ágætlega við það sem ég hef verið að gera hjá Marel'
'Verkfræðin tekur á svo mörgum hlutum. Mér finnst hún passa ágætlega við það sem ég hef verið að gera hjá Marel'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Breiðabliki.
Fagnar marki með Breiðabliki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason í baráttu við Tommy Nielsen sumarið 2010, þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.
Alfreð Finnbogason í baráttu við Tommy Nielsen sumarið 2010, þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.
Mynd/Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Í landsliðsverkefni 2015.
Í landsliðsverkefni 2015.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í landsleik árið 2014.
Í landsleik árið 2014.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR Íslandsmeistarar 2019.
KR Íslandsmeistarar 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ef allir verða heilir mestmegnis af tímabilinu þá trúi ég á það að við verðum á góðum stað að berjast um hluti sem við viljum berjast um''
'Ef allir verða heilir mestmegnis af tímabilinu þá trúi ég á það að við verðum á góðum stað að berjast um hluti sem við viljum berjast um''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er spáð fimmta sæti deildarinnar.
KR er spáð fimmta sæti deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líst hrikalega vel á tímabilið sem er framundan, það leggst mjög vel í mig. Hópurinn lítur rosalega vel út og nánast allir hafa haldist heilir á undirbúningstímabilinu. Við erum held ég allir klárir í fyrsta leik og það er mikil tilhlökkun til staðar," segir Kristinn þegar fréttamaður Fótbolta.net heyrði í honum hljóðið í dag.

„Síðasta tímabil var ekkert spes og það var margt sem spilaði inn í. Undirbúningstímabilið í fyrra var svolítið út um allt. Við vorum ekki með gervigrasvöll og vorum að æfa út um allar trissur. Það var mikið um meiðsli, bæði á undirbúningstímabilinu og tímabilinu sjálfu. Það vantaði meira jafnvægi í liðið, mikið um breytingar á milli leikja og við náðum aldrei flugi né stöðugri spilamennsku. Ég held að við höfum einu sinni tengt saman þrjá sigurleiki á síðasta tímabili."

„Ég missti af held ég 13 deildarleikjum, allri Evrópukeppni og bikarnum. Það er súrt að horfa til baka, að maður hafi ekki getað tekið meiri þátt í þessu en ég er í toppmálum núna. Ég er búinn að vera með á öllum æfingum og í öllum leikjum síðan í september í fyrra. Staðan gæti ekki verið betri."

Vinnur hjá Marel samhliða fótboltanum
Samhliða fótboltanum þá starfar Kristinn í Marel. Hann byrjaði að vinna þar eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku. Marel er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vélar, kerfi, og hugbúnað fyrir kjúklinga-, kjöt-, og fiskvinnsluiðnaðinn. Marel er einn stærsti framleiðandi matvinnslutækja í heiminum.

„Ég er búinn að vera að vinna í fimm ár hjá Marel, er búinn að gegna þremur mismunandi störfum hérna. Ég kom fyrst inn í gagnahreinsunarteymi, var í því í hálft ár og færði mig svo yfir í 'technical planning' þar sem ég sá um að áætla tíma, plana og manna verkefni hjá deild sem heitir 'order enginnering' en deildin sér um véla- og rafhönnun á 'custom' lausnum fyrir fisk, kjúkling og kjöt. Ég var að gera þetta í þrjú ár. Ég var síðan að skipta um starf í fyrra og er kominn í verkefnastjórnun í fiskinum. Ég er að stýra söluverkefnum hjá Marel frá upphafi til enda," segir Kristinn en hann er mjög sáttur í þeirri vinnu.

„Það er rosalega þægilegt að vinna hérna, Marel er rosalega flott fyrirtæki og heldur mjög vel utan um starfsfólkið sitt. Þetta hentar mjög vel með fótboltanum því vinnutíminn er breytilegur. Maður getur skotist í burtu eins mikið maður þarf, og getur þá unnið á öðrum tíma. Fyrirtækið er rosalega flott. Eins og með lyftingaæfingar og allt svoleiðis, þá hef ég gert það hérna niður í Marel. Maður hoppar niður í sal og heldur svo áfram að vinna. Þetta hentar mér rosalega vel og þetta hefur aldrei vafist fyrir fótboltanum."

Kristinn er líka einkaþjálfari að mennt. „Ég útskrifaðist úr verkfræði í janúar það ár sem ég fer til Sarpsborg í Noregi. Ég kláraði B.S. gráðu þá. Maður er svo vanur að hafa mikið að gera að ég kláraði einkaþjálfarann þegar ég var úti í Noregi. Ég var spenntur að prófa það. Þegar ég kem til Íslands var ég búinn að hafa samband við Guðjón í Toppþjálfun um að fá að koma að horfa á og prófa að þjálfa."

„Það gerðist á sama að ég fékk inni hjá Marel. Ég ákvað að hoppa frekar á þann vagn en að fara út í styrktarþjálfun eða einkaþjálfun. Það kemur mögulega seinna, maður veit aldrei. Ég hafði mikinn áhuga á því að læra þetta, en þetta var kannski meira hugsað fyrir mig sjálfan persónulega. Svo er líka alltaf gaman að læra nýja hluti."

„Verkfræðin tekur á svo mörgum hlutum. Mér finnst hún passa ágætlega við það sem ég hef verið að gera hjá Marel. Það er erfitt að segja að þetta sé nákvæmlega eins og ég var að læra, en þetta kemur inn á mörg viðfangsefni í skólanum."

Kann rosalega vel við það að hafa mikið að gera
Nýverið stofnaði Kristinn líka vefsíðuna Max Effort ásamt Guðmundi Kristjánssyni og Vigni Jóhannessyni, fyrrum liðsfélögum sínum úr Breiðabliki. Vefsíðan snýr út á það að bjóða fólki gæða fæðubótarefni, á góðu verði.

„Ég kann rosalega vel við það, að hafa mikið að gera."

„Ég er minna í golfinu. Ég hef verið í fæðingarorlofi í nokkra mánuði og hef verið í smá verkefni með Gumma Kristjáns og Vigni Jóhanns en við vorum saman í Breiðablik á sínum tíma. Á meðan strákurinn hefur verið sofandi heima þá höfum við verið að búa til vefsíðu fyrir fæðubótarefni og selja það. Við vorum að byrja með hana síðasta föstudag. Þessi hugmynd vaknaði í fyrra. Gummi Kristjáns er með sína eigin líkamsrækt ásamt tveimur öðrum. Við byrjuðum eitthvað að ræða þetta og ákváðum að keyra á þetta. Við höfum allir rosalega mikinn áhuga á því að æfa, þjálfun, næringu og svoleiðis. Við vildum prófa þetta og taka inn efni sem við höfum trú á. Þetta er gaman og ég hef eins og ég segi mikinn áhuga á því að prófa eitthvað nýtt," segir Kristinn en það er mikið að gera hjá honum.

„Það hefur í raun alltaf verið mikið að gera hjá mér. Ég kann rosalega vel við það, að hafa mikið að gera. Ég fann það sérstaklega þegar ég var úti í Noregi og Svíþjóð. Það hentaði mér ekki rosalega vel að vera á æfingu og fara svo heim að spila tölvuleiki eða að horfa á myndir. Maður verður að hafa eitthvað að stefna á."

Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími
Kristinn fór í gegnum yngri flokkana með Breiðabliki og lék þar svo í meistaraflokki áður en hann fór út. Hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Blikum en í liðinu voru margir uppaldir leikmenn.

„Fyrsti titillinn árið 2009 stendur upp úr og svo Íslandsmeistaratitilinn 2010 líka. Þegar maður horfir til baka... maður gerði sér kannski ekki grein fyrir því á sínum tíma en ég var meira og minna að spila með vinum mínum sem maður var búinn að alast upp með frá sex eða sjö ára aldri. Það var ómetanlegt að spila með þeim og vinna titla með þeim. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími. Ég held að ég geti talið upp tíu eða fleiri sem eiga yfir 100 leiki í efstu deild eða hafa spila út um allan heim. Þessi árgangur hefur gert ótrúlega vel."

Á þessum tíma þegar Breiðablik var að vinna titla þá var Kristinn í U21 landsliðinu og tók þátt í fræknum sigri gegn Þýskalandi á Kaplakrikavelli. Hann var hins vegar ekki í hópnum sem fór í lokakeppni EM 2011.

„Ég man að leikurinn gegn Þýskalandi endaði 4-1 fyrir okkur, en annars man ég ekkert rosalega mikið úr leiknum," segir Kristinn en hann var ekki sáttur með að vera ekki í lokahópnum fyrir EM.

„Ég var langt frá því að vera sáttur að vera ekki valinn en það er undir öðrum komið að velja hópinn. Það var undir mér komið að standa mig og mér fannst ég eiga skilið að vera í hópnum, en þjálfarinn var ekki sammála því."

Gerði sér vonir um að fara á EM
Fyrir Evrópumótið 2016 hjá A-landsliðinu þá var Kristinn í kringum hópinn og gerði hann sér vonir um að fara með á mótið.

„Ég var að vona að ég myndi spila nægilega vel til að vera valinn í lokahópinn en það hafðist ekki."

„Ég var vongóður þegar ég skipti yfir til Noregs að ég myndi ná að taka næsta skref þar. Ég var að vona að ég myndi spila nægilega vel til að vera valinn í lokahópinn en það hafðist ekki. Það voru aðrir leikmenn sem stóðu sig greinilega betur. Ég var að koma mér inn í hlutina í Noregi og náði ekki alveg að sýna mitt besta. Það var ekki erfitt að horfa á þetta heima, það var geggjað að öllu leyti," segir Kristinn en var hann sáttur með hvernig atvinnumannaferillinn fór?

„Ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægður með hvernig atvinnumannaferillinn fór. Ég lærði mikið þegar ég var hjá Brommapojkarna í Svíþjóð. Ég græddi rosalega mikið á því. Ég spilaði ágætlega í Sarpsborg, en liðið var ekki að spila sérstaklega vel í byrjun móts þegar ég spilaði alla leiki. Ég var kominn á bekkinn og liðinu fór að ganga betur. Það var erfitt að vinna sig aftur inn í liðið eftir það. Sarpsborg komst í Evrópukeppni það ár. Undir lok þess tímabils fannst mér ég eiga minni séns á að spila en ég hefði viljað. Fyrirliðinn í liðinu var í vinstri bakverði og var að spila rosalega vel. Ég bað um að fá að fara í annað félag. Ég fór í Sogndal og var óheppinn að meiðast þar eftir tvær eða þrjár vikur. Ég var frá í þrjá eða fjóra mánuði. Ég náði mér aldrei almennilega á strik og fékk að fara heim til Íslands."

Kristinn lék með Brommapojkarna í Svíþjóð og svo Sarpsborg og Sogndal í Noregi. Hann kom svo heimi seinni hluta tímabilsins 2017 og lék með Breiðabliki.

„Þetta kom skjótt upp að það stæði til boða að fara í Breiðablik og klára tímabilið, en eftir á að hyggja fannst mér það vera mikil mistök að gera það. Ég held að tími minn hjá Breiðablik það árið sé líklega mín versta frammistaða á mínum ferli á Íslandi. Að hluta til var ástæðan að ég var ekki búinn að spila neinn fótbolta að neinu viti síðan í september eða október árið á undan. Ég kom inn í Blikalið þar sem mikið var í lausu lofti með þjálfaramál og annað. Ég var langt frá því að vera eins og ég er vanalega og ég sýndi ekki rétta getu."

„Eftir á hefði verið best að klára tímabilið, æfa og koma sér almennilega af stað. Í staðinn fyrir að fara til Blika þar sem miklar væntingar voru gerðar til manns, þar sem ég átti að vera í stóru hlutverki og hjálpa til við að rétta gengið af. Ég var engan veginn í standi til þess. Ég var að koma mér aftur á lappir eftir meiðsli. Mistökin voru að því leyti að mér fannst leiðinlegt að geta ekki hjálpað til meira en ég gerði."

Er að fara inn í sjötta tímabilið með KR
Kristinn ákvað fyrir tímabilið 2018 að söðla um og ganga í raðir KR. Var skrítið að vera allt í einu kominn í KR eftir að hafa spilað svona lengi í Breiðabliki?

„Þá trúi ég á það að við verðum á góðum stað að berjast um hluti sem við viljum berjast um."

„Í fyrsta leiknum sem ég spilaði á móti Breiðabliki fannst mér þetta skrítið en annars hefur mér liðið gríðarlega vel í KR. Ég hef alltaf litið á KR sem mitt heimili eftir að ég skipti þangað, bæði í klefanum og kringum félagið. Mér hefur liðið rosalega vel þar. Það koma alltaf tilfinningar samt þegar maður spilar gegn Breiðabliki og sérstaklega í fyrstu leikjunum," segir Kristinn.

„Ég veit ekki hvort Blikarnir hafi verið svekktir út í ákvörðunina. Ég var að koma aftur heim og það hafði ekki gengið vel hjá mér í Blikum. Mér fannst ég þurfa á breytingu að halda. Þessi ákvörðun var tekin 100 prósent út frá því að ég þurfti að breyta um umhverfi og kynnast öðrum hlutum á Íslandi. Mér leist rosalega vel á þjálfarateymið hjá KR, á Rúnar og Bjarna sem voru á þeim tíma. Þetta er ákvörðun sem ég sé alls ekki eftir. Mér hefur liðið vel í KR og ég þarf í raun ekki að segja það þar sem ég er að fara inn í sjötta árið mitt hjá KR."

Hann varð Íslandsmeistari með KR 2019 og var það sumar valinn besti varnarmaður deildarinnar í kosningu Fótbolta.net.

„Tímabilið 2019 var besta tímabilið mitt hjá KR, 100 prósent. Það small allt í rauninni það tímabilið. Allt liðið var að spila vel og einstaklingar að blómstra. Það var geggjað tímabil," segir Kristinn og bætir við:

„Ég held klárlega að við getum blandað okkur í titilbaráttu. Ef allir verða heilir mestmegnis af tímabilinu þá trúi ég á það að við verðum á góðum stað að berjast um hluti sem við viljum berjast um."

Kemur til greina að enda ferilinn þar sem hann hófst - í Breiðabliki?

„Ég er opinn fyrir öllu og vonandi á ég nokkur ár eftir í boltanum. Ég er alveg til í það en það er ekki eitthvað sem ég stefni sérstaklega á að gera. Auðvitað væri það gaman, bæði fyrir mig og fjölskylduna að koma aftur á Kópavogsvöll. Hvort það gerist verður að koma í ljós síðar meir," sagði Kristinn að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR
Hin hliðin - Luke Rae (KR)
Athugasemdir
banner
banner