fim 20.apr 2023 20:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir |
|
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þór/KA muni enda í fimmta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Þór/KA endar í fimmta sæti ef spáin rætist, tveimur sætum ofar en liðið endaði í deildinni í fyrra.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig
Um liðið: Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar síðast 2017 þá hefur Þór/KA verið í smá endurbyggingu, allavega síðustu þrjú árin eða svo. Margar yngri stelpur hafa verið að fá tækifæri og dýrmæta reynslu í efstu deild. Núna virðist blandan vera mjög góð og verður spennadi að sjá hvaða liðið getur afrekað í sumar og ná næstu árum í Bestu deildinni.
Þór/KA fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Þjálfarinn - Jóhann Kristinn Gunnarsson: Er mættur aftur á Akureyri eftir góð ár á Húsavík þar sem hann stýrði karlaliði Völsungs. Jóhann þekkir vel til hjá Þór/KA, en hann tók fyrst við liðinu árið 2011 og gerði liðið að Íslandsmeistara ári síðar. Þá kom hann liðinu í úrslit bikarsins árið 2013. Á þeim fimm árum sem hann þjálfaði liðið var það alltaf meðal fjögurra efstu, en hann hætti með liðið árið 2016 og tók við Völsungi. Það er mikill fengur fyrir Þór/KA að fá Jóhann Kristin aftur.
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá liði Þórs/KA.
Aníta Lísa og Óskar.
Styrkleikar: Það er alltaf erfitt að fara norður og vita það flestir. Þór/KA spilar á grasinu fyrir norðan og eru ekki mörg lið sem koma þangað og sækja þrjú stig. Liðið er mjög vel sett saman hjá Jóhanni Kristni, ungar og hungraðar stelpur í bland við nokkra reynslubolta. Yngri stelpurnar í liðinu fengu margar hverjar mjög svo mikilvægar mínútur í liðinu í fyrra. Þær eru núna orðnar árinu eldri og hafa orðið betri.
Jóhann Kristinn er fær þjálfari og maður sér stóran mun á liði Þórs/KA frá því í fyrra á undirbúningstímabilinu. Þær spila rosalega þéttan varnarleik í 4-4-2 í lágpressu og beita síðan baneitruðum skyndisóknum með heitasta leikmann vetrarins – Söndru Maríu Jessen - fremsta í flokki. Þær hafa styrkt sig alveg gríðarlega vel, en ekkert endilega með mörgum leikmönnum, heldur réttu leikmönnunum. Skipulagið í liðinu er virkilega gott og það mun verða erfitt að skora gegn þeim í sumar.
Veikleikar: Í fyrra var varnarleikur liðsins mikill hausverkur. Liðið fékk á sig að meðaltali 2,6 mörk í leik í deildinni. Það er mjög augljóst að það hefur farið mikið púður í að samstilla varnarleikinn í vetur og hefur gengið vel. Það gæti samt orðið til þess að það gæti komið hikst á sóknarleikinn. Þór/KA beitir skyndisóknum og líður vel án boltans. Ég gæti trúað því að þær lendi í vandræðum þegar þær mæta liðum sem leggjast djúpt á völlinn. Einstaklingsgæðin í Söndru Maríu eru gríðarlega mikil og verður hún ef til vill í algjörri gjörgæslu af varnarmönnum andstæðinga. Þegar það gerist þá þurfa aðrir leikmenn í liðinu að stíga upp svo það verði til flæði sóknarlega. Í fyrra fékk Þór/KA einungis sex stig á útivelli og þær þurfa að fá fleiri stig að heiman heldur en þá.
Spurningarnar: Mun Sandra María halda uppteknum hætti frá undirbúningstímabilinu? Margar ungar heimastelpur hafa fengið stór tækifæri í vetur - mun óvænt stjarna stíga fram á sjónarsviðið í herbúðum Þórs/KA í sumar? Mun Þór/KA fara í toppbaráttu?
Frá síðasta tímabili.
Lykillmenn: Sandra María Jessen er algjör lykilmaður í þessu liði. Það er eiginlega ekki annað hægt en að standa upp og klappa fyrir henni. Eftir tvær krossbandaaðgerðar og barnsburð, að koma svona til baka eins og hún er að gera, vinna sér inn verðskuldað sæti í A-landsliðinu og spila eins frábærlega og hún er að gera þá verð ég bara að standa upp og klappa.
Sóknarleikur Þórs/KA snýst um hana, og það er gaman að sjá hvað hún er orðinn reynslumikil að finna sér alltaf tíma og pláss til að gera sitt. Hún er fljót, teknísk og útsjónarsöm. Hún er frábær fyrirliði og fulltrúi liðsins, ber ábyrgð og dregur liðið áfram. Sennilega sá leikmaður sem er hvað mikilvægastur fyrir sitt lið af öllum liðum deildarinnar. Ég er mjög spenntur að sjá hana í sumar og spái því að hún endi sem markadrottning Bestu deildarinnar 2023.
Sandra María Jessen.
Það er kannski ekki mikið fjallað um< b>Tahnai Lauren Annis í fjölmiðlum en hún er lykilmaður í liði Þórs/KA. Svo mörg smáatriði sem hún gerir feykivel. Allt spil fer í gegnum hana inn á miðjunni og er hún jafnvíg þegar kemur að styrkleikum sóknar- og varnarlega. Þrátt fyrir að það séu heil níu ár frá því hún spilaði með Þór/KA þá er eins og hún hafi spilað hérlendis í mörg ár. Hefur aðlagast vel og mun vera lykill í liðinu.
Melissa Anne Lowder verður þá lykilmaður í marki Þórs/KA í sumar. Hefur spilað með liðum á borð við Utah Royals, Chicago Red Stars og San Diego Waves. Einnig útskrifast úr sterkum háskóla - Santa Clara Broncos. Hún er 26 ára og hafa mínir heimildarmenn fyrir norðan látið mig vita af því að þarna sé á ferðinni einn öflugasti markmaður deildarinnar.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Jakobína Hjörvarsdóttir er að koma til baka eftir krossbandsslit og missti af stórum hluta tímabilsins í fyrra. Hún hefur sýnt virkilega lipra takta í vetur og virðist vera að ná sínum fyrri styrk. Byrjaði að spila 15 ára gömul í úrvalsdeild og er ein af nokkrum ungum og efnilegum leikmanna Þórs/KA sem er líkleg til að springa út í sumar.
Jakobína Hjörvarsdóttir.
Völlurinn: Þórsvöllur er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar til að fara á. Það er erfitt að fara í ferðalag norður og sækja þrjú stig. Samkvæmt heimafólki er alltaf gott veður á svæðinu en það er umdeilanlegt. Það er vonandi að Akureyringar fjölmenni á völlinn í sumar og hvetji sitt lið til dáða í sumar.
Frá Þórsvelli.
Komnar
Dominique Randle frá Bandaríkjunum
Karen María Sigurgeirsdóttir á láni frá Breiðabliki
Tahnai Annis frá Bandaríkjunum
Melissa Anne Lowder frá Bandaríkjunum
Farnar
Andrea Mist Pálsdóttir í Stjörnuna
Arna Eiríksdóttir í Val (var á láni)
Arna Kristinsdóttir hætt
Hulda Karen Ingvarsdóttir
Margrét Árnadóttir til Parma
María Catharina Ólafsdóttir Gros til Fortuna Sittard
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir í Tindastól
Sara Mjöll Jóhannsdóttir í HK
Saga Líf Sigurðardóttir hætt
Tiffany McCarty til Bandaríkjanna
Thanai Annis er mætt aftur til Þórs/KA eftir að hafa leikið síðast með félaginu fyrir rúmum tíu árum síðan.
Dómur Óskars fyrir gluggann: Ég segi að þetta sé svona 8,5. Þær hafa fengið inn sterkan markmann, góðan hafsent/bakvörð og frábæran miðjumann í erlendu leikmönnunum. Þjálfarateymið vann sína vinnu vel og fengu inn leikmenn í þær stöður sem vantaði í. Karen María er mætt heim og er byrjuð að skora fyrir þær. Ef Margrét Árnadóttir mun snúa aftur heim fyrir lok gluggans hækka ég þessa einkunn upp í 9.5. Hún hefur fengið 67 mínútur af spiltíma í Serie A á Ítalíu á tímabilinu, og mun hakan ekkert fara í golfið ef hún myndi koma heim í sumar.
Margrét Árnadóttir.
Líklegt byrjunarlið:
Leikmannalisti:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
12. Melissa Anne Lowder (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
3. Dominique Jaylin Randle
5. Steingerður Snorradóttir
6. Tahnai Lauren Annis
7. Amalía Árnadóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen
11. Una Móeiður Hlynsdóttir
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
21. Krista Dís Kristinsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Kolfinna Eik Elínardóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
29. Karlotta Björk Andradóttir
Fyrstu fimm leikir Þórs/KA:
26. apríl, Stjarnan - Þór/KA (Samsungvöllurinn)
1. maí, Þór/KA - Keflavík (Greifavöllurinn)
7. maí, ÍBV - Þór/KA (Hásteinsvöllur)
15. maí, Þór/KA - Breiðablik (Þórsvöllur)
22. maí, Þróttur R. - Þór/KA (AVIS völlurinn)
Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
Í versta falli - 7. sæti: Þór/KA endar í sjöunda sæti í fyrra og eru staðráðnar í því að enda ofar en það. Í raun tel ég að markmiðið þeirra sé alltaf að stimpla sig inn á topp fjóra og er það líklegra heldur en neðstu fjögur sætin að mínu mati. Þær þurfa að halda lykilmönnum á vellinum í sumar.
Í besta falli - 3-4. sæti: Miðað við hvernig undirbúningstímabilið hefur spilast hjá Þór/KA þá finnst mér þriðja sæti bara alls ekki óvænt ef svo verður niðurstaðan í sumar. Þær hafa verið mjög sannfærandi í vetur og litið vel út. Tel þær ekki alveg vera komnar á þann stað að vera lið sem mun berjast um titillinn, en hver veit?
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig
Um liðið: Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar síðast 2017 þá hefur Þór/KA verið í smá endurbyggingu, allavega síðustu þrjú árin eða svo. Margar yngri stelpur hafa verið að fá tækifæri og dýrmæta reynslu í efstu deild. Núna virðist blandan vera mjög góð og verður spennadi að sjá hvaða liðið getur afrekað í sumar og ná næstu árum í Bestu deildinni.
Þór/KA fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Þjálfarinn - Jóhann Kristinn Gunnarsson: Er mættur aftur á Akureyri eftir góð ár á Húsavík þar sem hann stýrði karlaliði Völsungs. Jóhann þekkir vel til hjá Þór/KA, en hann tók fyrst við liðinu árið 2011 og gerði liðið að Íslandsmeistara ári síðar. Þá kom hann liðinu í úrslit bikarsins árið 2013. Á þeim fimm árum sem hann þjálfaði liðið var það alltaf meðal fjögurra efstu, en hann hætti með liðið árið 2016 og tók við Völsungi. Það er mikill fengur fyrir Þór/KA að fá Jóhann Kristin aftur.
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá liði Þórs/KA.
Aníta Lísa og Óskar.
Styrkleikar: Það er alltaf erfitt að fara norður og vita það flestir. Þór/KA spilar á grasinu fyrir norðan og eru ekki mörg lið sem koma þangað og sækja þrjú stig. Liðið er mjög vel sett saman hjá Jóhanni Kristni, ungar og hungraðar stelpur í bland við nokkra reynslubolta. Yngri stelpurnar í liðinu fengu margar hverjar mjög svo mikilvægar mínútur í liðinu í fyrra. Þær eru núna orðnar árinu eldri og hafa orðið betri.
„Það er alltaf erfitt að fara norður."
Jóhann Kristinn er fær þjálfari og maður sér stóran mun á liði Þórs/KA frá því í fyrra á undirbúningstímabilinu. Þær spila rosalega þéttan varnarleik í 4-4-2 í lágpressu og beita síðan baneitruðum skyndisóknum með heitasta leikmann vetrarins – Söndru Maríu Jessen - fremsta í flokki. Þær hafa styrkt sig alveg gríðarlega vel, en ekkert endilega með mörgum leikmönnum, heldur réttu leikmönnunum. Skipulagið í liðinu er virkilega gott og það mun verða erfitt að skora gegn þeim í sumar.
Veikleikar: Í fyrra var varnarleikur liðsins mikill hausverkur. Liðið fékk á sig að meðaltali 2,6 mörk í leik í deildinni. Það er mjög augljóst að það hefur farið mikið púður í að samstilla varnarleikinn í vetur og hefur gengið vel. Það gæti samt orðið til þess að það gæti komið hikst á sóknarleikinn. Þór/KA beitir skyndisóknum og líður vel án boltans. Ég gæti trúað því að þær lendi í vandræðum þegar þær mæta liðum sem leggjast djúpt á völlinn. Einstaklingsgæðin í Söndru Maríu eru gríðarlega mikil og verður hún ef til vill í algjörri gjörgæslu af varnarmönnum andstæðinga. Þegar það gerist þá þurfa aðrir leikmenn í liðinu að stíga upp svo það verði til flæði sóknarlega. Í fyrra fékk Þór/KA einungis sex stig á útivelli og þær þurfa að fá fleiri stig að heiman heldur en þá.
Spurningarnar: Mun Sandra María halda uppteknum hætti frá undirbúningstímabilinu? Margar ungar heimastelpur hafa fengið stór tækifæri í vetur - mun óvænt stjarna stíga fram á sjónarsviðið í herbúðum Þórs/KA í sumar? Mun Þór/KA fara í toppbaráttu?
Frá síðasta tímabili.
Lykillmenn: Sandra María Jessen er algjör lykilmaður í þessu liði. Það er eiginlega ekki annað hægt en að standa upp og klappa fyrir henni. Eftir tvær krossbandaaðgerðar og barnsburð, að koma svona til baka eins og hún er að gera, vinna sér inn verðskuldað sæti í A-landsliðinu og spila eins frábærlega og hún er að gera þá verð ég bara að standa upp og klappa.
„Það er eiginlega ekki annað hægt en að standa upp og klappa fyrir henni."
Sóknarleikur Þórs/KA snýst um hana, og það er gaman að sjá hvað hún er orðinn reynslumikil að finna sér alltaf tíma og pláss til að gera sitt. Hún er fljót, teknísk og útsjónarsöm. Hún er frábær fyrirliði og fulltrúi liðsins, ber ábyrgð og dregur liðið áfram. Sennilega sá leikmaður sem er hvað mikilvægastur fyrir sitt lið af öllum liðum deildarinnar. Ég er mjög spenntur að sjá hana í sumar og spái því að hún endi sem markadrottning Bestu deildarinnar 2023.
Sandra María Jessen.
Það er kannski ekki mikið fjallað um< b>Tahnai Lauren Annis í fjölmiðlum en hún er lykilmaður í liði Þórs/KA. Svo mörg smáatriði sem hún gerir feykivel. Allt spil fer í gegnum hana inn á miðjunni og er hún jafnvíg þegar kemur að styrkleikum sóknar- og varnarlega. Þrátt fyrir að það séu heil níu ár frá því hún spilaði með Þór/KA þá er eins og hún hafi spilað hérlendis í mörg ár. Hefur aðlagast vel og mun vera lykill í liðinu.
Melissa Anne Lowder verður þá lykilmaður í marki Þórs/KA í sumar. Hefur spilað með liðum á borð við Utah Royals, Chicago Red Stars og San Diego Waves. Einnig útskrifast úr sterkum háskóla - Santa Clara Broncos. Hún er 26 ára og hafa mínir heimildarmenn fyrir norðan látið mig vita af því að þarna sé á ferðinni einn öflugasti markmaður deildarinnar.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Jakobína Hjörvarsdóttir er að koma til baka eftir krossbandsslit og missti af stórum hluta tímabilsins í fyrra. Hún hefur sýnt virkilega lipra takta í vetur og virðist vera að ná sínum fyrri styrk. Byrjaði að spila 15 ára gömul í úrvalsdeild og er ein af nokkrum ungum og efnilegum leikmanna Þórs/KA sem er líkleg til að springa út í sumar.
Jakobína Hjörvarsdóttir.
Völlurinn: Þórsvöllur er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar til að fara á. Það er erfitt að fara í ferðalag norður og sækja þrjú stig. Samkvæmt heimafólki er alltaf gott veður á svæðinu en það er umdeilanlegt. Það er vonandi að Akureyringar fjölmenni á völlinn í sumar og hvetji sitt lið til dáða í sumar.
Frá Þórsvelli.
Komnar
Dominique Randle frá Bandaríkjunum
Karen María Sigurgeirsdóttir á láni frá Breiðabliki
Tahnai Annis frá Bandaríkjunum
Melissa Anne Lowder frá Bandaríkjunum
Farnar
Andrea Mist Pálsdóttir í Stjörnuna
Arna Eiríksdóttir í Val (var á láni)
Arna Kristinsdóttir hætt
Hulda Karen Ingvarsdóttir
Margrét Árnadóttir til Parma
María Catharina Ólafsdóttir Gros til Fortuna Sittard
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir í Tindastól
Sara Mjöll Jóhannsdóttir í HK
Saga Líf Sigurðardóttir hætt
Tiffany McCarty til Bandaríkjanna
Thanai Annis er mætt aftur til Þórs/KA eftir að hafa leikið síðast með félaginu fyrir rúmum tíu árum síðan.
Dómur Óskars fyrir gluggann: Ég segi að þetta sé svona 8,5. Þær hafa fengið inn sterkan markmann, góðan hafsent/bakvörð og frábæran miðjumann í erlendu leikmönnunum. Þjálfarateymið vann sína vinnu vel og fengu inn leikmenn í þær stöður sem vantaði í. Karen María er mætt heim og er byrjuð að skora fyrir þær. Ef Margrét Árnadóttir mun snúa aftur heim fyrir lok gluggans hækka ég þessa einkunn upp í 9.5. Hún hefur fengið 67 mínútur af spiltíma í Serie A á Ítalíu á tímabilinu, og mun hakan ekkert fara í golfið ef hún myndi koma heim í sumar.
Margrét Árnadóttir.
Líklegt byrjunarlið:
Leikmannalisti:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
12. Melissa Anne Lowder (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
3. Dominique Jaylin Randle
5. Steingerður Snorradóttir
6. Tahnai Lauren Annis
7. Amalía Árnadóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen
11. Una Móeiður Hlynsdóttir
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
21. Krista Dís Kristinsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Kolfinna Eik Elínardóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
29. Karlotta Björk Andradóttir
Fyrstu fimm leikir Þórs/KA:
26. apríl, Stjarnan - Þór/KA (Samsungvöllurinn)
1. maí, Þór/KA - Keflavík (Greifavöllurinn)
7. maí, ÍBV - Þór/KA (Hásteinsvöllur)
15. maí, Þór/KA - Breiðablik (Þórsvöllur)
22. maí, Þróttur R. - Þór/KA (AVIS völlurinn)
Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
Í versta falli - 7. sæti: Þór/KA endar í sjöunda sæti í fyrra og eru staðráðnar í því að enda ofar en það. Í raun tel ég að markmiðið þeirra sé alltaf að stimpla sig inn á topp fjóra og er það líklegra heldur en neðstu fjögur sætin að mínu mati. Þær þurfa að halda lykilmönnum á vellinum í sumar.
Í besta falli - 3-4. sæti: Miðað við hvernig undirbúningstímabilið hefur spilast hjá Þór/KA þá finnst mér þriðja sæti bara alls ekki óvænt ef svo verður niðurstaðan í sumar. Þær hafa verið mjög sannfærandi í vetur og litið vel út. Tel þær ekki alveg vera komnar á þann stað að vera lið sem mun berjast um titillinn, en hver veit?
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir