Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 25. nóvember
Úrvalsdeildin
Newcastle - West Ham - 20:00
Serie A
Empoli - Udinese - 17:30
Venezia - Lecce - 19:45
banner
fös 04.ágú 2023 18:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 12. sæti: „Roy kann að nota hann rétt"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í tólfta sæti í spánni er Crystal Palace.

Crystal Palace fagnar marki á síðustu leiktíð.
Crystal Palace fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Kóngurinn Roy Hodgson.
Kóngurinn Roy Hodgson.
Mynd/Getty Images
Frá Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace.
Frá Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace.
Mynd/Getty Images
Miðvörðurinn Marc Guehi er öflugur.
Miðvörðurinn Marc Guehi er öflugur.
Mynd/Heimasíða Crystal Palace
Michael Olise er skemmtilegur leikmaður.
Michael Olise er skemmtilegur leikmaður.
Mynd/EPA
Eze hefur mikið til brunns að bera.
Eze hefur mikið til brunns að bera.
Mynd/EPA
Sverrir á vellinum með syni sínum.
Sverrir á vellinum með syni sínum.
Mynd/EPA
Með Ebere Eze.
Með Ebere Eze.
Mynd/Úr einkasafni
Zaha fór til Galatasaray.
Zaha fór til Galatasaray.
Mynd/Galatasaray
Cheick Doucoure hefur verið orðaður við Liverpool.
Cheick Doucoure hefur verið orðaður við Liverpool.
Mynd/EPA
Hvar endar Crystal Palace á tímabilinu?
Hvar endar Crystal Palace á tímabilinu?
Mynd/EPA
Um Crystal Palace: Félagið hefur núna haldið sér upp í ensku úrvalsdeildinni í tíu ár en liðið var síðast í Championship-deildinni árið 2013.

Síðasta tímabil var áhugavert hjá Palace-mönnum því Patrick Vieira, sem virtist á ákveðnum augnablikum vera að taka liðið inn í nýja tíma, var rekinn og Roy Hodgson var ráðinn í hans stað. Hodgson, sem stýrði Palace á undan Vieira, gerði stórkostlega með liðið og hann verður áfram við stýrið.

Það er nýr kafli í sögu Palace að hefjast því Wilfried Zaha er farinn til Tyrklands. Hann var alveg magnaður fyrir félagið en það var líklega kominn tími á að hann myndi skipta um umhverfi og prófa eitthvað annað. Palace hefur aldrei endað ofar en í tíunda sæti á síðustu tíu árum en það er spurning hvort það breytist núna á komandi leiktíð.

Stjórinn: Hodgson er einn sá reyndasti í þessum bransa. Það kom mörgum á óvart að hann væri tilbúinn að snúa aftur enda er hann orðinn 75 ára gamall. En hann getur bara ekki hætt, hann getur það ekki. Hodgson hefur komið víða við á ferli sínum, ferli sem byrjaði hjá Crystal Palace árið 1963. Hodgson hefur þjálfað í Svíþjóð, Sviss, Ítalíu, Danmörku og Noregi. Þá hefur hann þjálfað nokkur landslið á sínum ferli, þar á meðal enska landsliðið - eftirminnilega. Hodgson kom gríðarlega sterkur inn á síðasta tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að halda þeim dampi.

Leikmannaglugginn: Crystal Palace hefur aðeins bætt við sig einum leikmanni í sumar og það hafa verið fáar breytingar á hópnum, fyrir utan auðvitað stóru breytinguna að Zaha sé farinn.

Komnir:
Jefferson Lerma frá Bournemouth - á frjálsri sölu

Farnir:
Wilfried Zaha til Galatasaray - samningur rann út
Jack Butland til Rangers - samningur rann út
James McArthur - samningur rann út
Luka Milivojevic - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Núna þegar Zaha er farinn þá eru tveir leikmenn að fara taka mikið við keflinu en það eru Ebere Eze og Michael Olise. Sá síðarnefndi er líklega einn mest spennandi leikmaður deildarinnar en hann hefur verið orðaður við stærri félög í allt sumar, gríðarlega skapandi og skemmtilegur fótboltamaður þar á ferðinni. Miðvörðurinn Marc Guehi er afar mikilvægur fyrir þetta lið en hann hefur nánast spilað hverja einustu mínútu eftir að hann kom frá Chelsea. Það verður einnig spennandi að fylgjast með miðjumanninum Cheick Doucoure í ljósi þess að það er búið að orða hann mikið við Liverpool í sumar.

„Hef aldrei séð eftir því"
Sverrir Hilmar Gunnarsson, fyrrum leikmaður Mjondalen í Noregi, er stuðningsmaður Crystal Palace og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum fyrir tímabilið sem framundan er.

Ég byrjaði að halda með Crystal Palace af því að... Harðasti stuðningsmaður Palace á Íslandi, Smári Geirsson, sannfærði mig þegar ég var átta ára að Crystal Palace væri klúbburinn að halda með. Hef aldrei séð eftir því, og náði að sannfæra son minn um það sama.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Þegar ég fór með son minn til Englands á leik í fyrsta skipti. Heima á móti Tottenham 2015, lentum undir 1-0 en snérum við taflinu og unnum leikinn 2-1.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Erfitt framan af. Hafði mikla trú á Vieira, en þegar hann var með Eze á bekknum fleiri leiki í röð þá var fínt að láta hann fjúka. Roy sá um að tímabilið endaði vel.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei, ekkert svoleiðis. En ég má helst ekki missa af leik. Var í brúðkaupi fyrir nokkrum árum síðan, þá földum við feðgar okkur inn í herbergi til að horfa á leik.

Hvern má ekki vanta í liðið? Marc Guehi, gríðarlega mikilvægur fyrir liðið.

Hver er veikasti hlekkurinn? Sóknarlínan. Of lítið af mörkum frá Edouard og Mateta.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Eze klárlega. Búinn að vera sjóðheitur á undirbúningstímabilinu, og Roy kann að nota hann rétt.

Við þurfum að kaupa... Eiginlega mikilvægast að ná að halda Eze, Guehi og Olise. Myndi samt vilja sjá Nketiah frá Arsenal í sókninni.

Hvað finnst þér um stjórann? Roy er frábær, og án efa einn efnilegasti stjórinn á Englandi um þessar mundir.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Bjartsýnn eins og alltaf. En ég veit af reynslu að það að vera Crystal Palace aðdáandi getur verið krefjandi.

Hvar endar liðið? Við náum endilega topp tíu, og segi bara að við endum í áttunda sæti.

Fulham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Sheffield United á útivelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner