Tchouameni á Anfield? - United skoðar ungan leikmann Arsenal - Chelsea skoðar möguleg kaup á Karim Adeyemi
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
sunnudagur 3. nóvember
Championship
Millwall - Burnley - 15:00
FA Cup
MK Dons - Wimbledon - 12:30
Sutton Utd - Birmingham - 12:30
Boreham - Leyton Orient - 14:00
Curzon Ashton - Mansfield Town - 14:00
Harrogate Town - Wrexham - 15:30
Úrvalsdeildin
Man Utd - Chelsea - 16:30
Tottenham - Aston Villa - 14:00
Super League - Women
Manchester Utd W - Arsenal W - 12:30
Aston Villa W - Liverpool W - 16:30
Brighton W - Leicester City W - 14:00
Crystal Palace W - Manchester City W - 14:00
Everton W - Chelsea W - 18:45
Tottenham W - West Ham W - 14:00
Division 1 - Women
Lyon - PSG (kvenna) - 13:00
Bundesligan
Freiburg - Mainz - 14:30
Gladbach - Werder - 16:30
Bundesliga - Women
Wolfsburg - Freiburg W - 17:30
RB Leipzig W - Hoffenheim W - 13:00
Serie A
Verona - Roma - 17:00
Inter - Venezia - 19:45
Napoli 0 - 2 Atalanta
Torino - Fiorentina - 14:00
Serie A - Women
Fiorentina W 0 - 1 Inter W
Napoli W 0 - 2 Juventus W
Sampdoria W - Roma W - 14:00
Milan W - Sassuolo W - 17:00
Eliteserien
KFUM Oslo - Sarpsborg - 16:00
Rosenborg - Stromsgodset - 18:15
Tromso - Ham-Kam - 16:00
Lillestrom - Haugesund - 16:00
Molde - Bodo-Glimt - 16:00
Odd - SK Brann - 16:00
Fredrikstad - Kristiansund - 16:00
Toppserien - Women
Kolbotn W - Lillestrom W - 13:00
Rosenborg W - Asane W - 13:00
Roa W - Stabek W - 13:00
Arna-Bjornar W - Lyn W - 13:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Orenburg - 16:45
Akhmat Groznyi 0 - 0 Nizhnyi Novgorod
Fakel - Khimki - 14:30
Akron 2 - 0 Kr. Sovetov
La Liga
Athletic - Betis - 20:00
Atletico Madrid - Las Palmas - 13:00
Sevilla - Real Sociedad - 17:30
Barcelona - Espanyol - 15:15
Damallsvenskan - Women
Rosengard W - Linkoping W - 14:00
Pitea W - Norrkoping W - 13:00
Elitettan - Women
Umea W - Eskilstuna United W - 13:00
banner
þri 08.ágú 2023 10:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska - 10. sæti: „Staðið með mínu liði gegnum súrt og sætt í rúm 50 ár"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Núna er komið að West Ham sem er spáð tíunda sæti deildarinnar.

West Ham fagnar marki á síðasta tímabili.
West Ham fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham.
Mynd/Getty Images
Frá heimavelli West Ham, Ólympíuvellinum í London.
Frá heimavelli West Ham, Ólympíuvellinum í London.
Mynd/Getty Images
Declan Rice var seldur til Arsenal í sumar.
Declan Rice var seldur til Arsenal í sumar.
Mynd/EPA
Lucas Paqueta er skemmtilegur leikmaður.
Lucas Paqueta er skemmtilegur leikmaður.
Mynd/Getty Images
Logi Einarsson er stuðningsmaður West Ham.
Logi Einarsson er stuðningsmaður West Ham.
Mynd/Úr einkasafni
Varnarmaðurinn Nayef Aguerd.
Varnarmaðurinn Nayef Aguerd.
Mynd/West Ham
Said Benrahma.
Said Benrahma.
Mynd/Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir spilar með kvennaliði West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir spilar með kvennaliði West Ham.
Mynd/Getty Images
Scamacca var seldur til Atalanta í gær.
Scamacca var seldur til Atalanta í gær.
Mynd/Atalanta
Jarrod Bowen þarf að stíga aftur upp.
Jarrod Bowen þarf að stíga aftur upp.
Mynd/EPA
Stuðningsmenn West Ham í góðum gír.
Stuðningsmenn West Ham í góðum gír.
Mynd/EPA
Hvar endar West Ham á tímabilinu sem er framundan?
Hvar endar West Ham á tímabilinu sem er framundan?
Mynd/EPA
Um West Ham: Félagið vann sinn fyrsta titil í fjöldamörg ár þegar liðið fór alla leið í Sambandsdeildinni. Það var góð leið fyrir miðjumanninn Declan Rice að kveðja en eftir að bikarinn fór á loft þá var hann seldur til Arsenal; hann varð dýrasti leikmaður í sögu enska boltans þar sem Arsenal borgaði fyrir hann 105 milljónir punda.

Eftir að Rice var seldur þá hefur hins vegar enginn komið inn til þessa og það hefur gengið illa á leikmannamarkaðnum. Stjóri liðsins, David Moyes, er orðinn pirraður á því að bíða eftir leikmönnum og það hafa heyrst sögur um það að hann gæti sagt bless við félagið áður en nýtt tímabil hefst. Það verður svo sannarlega fróðlegt að fylgjast með West Ham á næstu vikum og mánuðum, en þrátt fyrir lætin í kringum félagið þá er liðinu spáð um miðja deild.

Stjórinn: Eins og áður kemur fram þá er David Moyes stjóri liðsins og hefur verið það frá því í desember 2019. Moyes, sem er sextugur að aldri, er með gríðarlega reynslu úr þjálfun en hann byrjaði að þjálfa Preston árið 1998. Hann gerði svo frábæra hluti með Everton frá 2002 til 2013, áður en hann var ráðinn til Manchester United. Hlutirnir ekki gengu upp hjá Man Utd, en kannski hefðu þeir gert það ef hann hefði fengið aðeins meiri tíma. Hann átti í vandræðum eftir að hann var rekinn frá United en hann hefur gert vel í að endurreisa feril sinn hjá West Ham.

Leikmannaglugginn: Félagaskiptaglugginn hefur verið mjög pirrandi fyrir stuðningsmenn West Ham til þessa. Félagið seldi besta leikmann sinn og hefur í staðinn ekki keypt einn einasta leikmann í staðinn. Það er þó nóg eftir af glugganum og margt sem getur gerst.

Komnir:

Farnir:
Declan Rice til Arsenal - 105 milljónir punda
Gianluca Scamacca til Atalanta - 21,5 milljón punda
Manuel Lanzini - samningur rann út
Arthur Masuaku til Besiktas - Óuppgefið kaupverð

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Í vörninni er Kurt Zouma mikilvægasti maðurinn. Hann er öflugur miðvörður sem er með mikla reynslu úr þessari deild. Lucas Paqueta sýndi það á köflum í fyrra hversu miklum hæfileikum hann býr yfir. Það er vonandi fyrir West Ham að hann geti sýnt það enn meira á þessari leiktíð. Jarrod Bowen er þá í landsliðsklassa þegar hann er á deginum sínum. Hann tók skref til baka á síðustu leiktíð og hann verður að taka skref fram á við núna.

„Þau tvö eru uppáhalds West Ham leikmennirnir mínir þessa stundina"
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er stuðningsmaður West Ham og hefur verið það lengi. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum tengdum félaginu sem hann heldur upp á.

Ég byrjaði að halda með West Ham af því að... út af einskærri tilviljun. Vinur minn gaf mér stórt og mikið West Ham merki úr plasti þegar ég var átta ára. Þá varð ekki aftur snúið og ég hef staðið með mínu liði gegnum súrt og sætt í rúm 50 ár.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Hún er líklega þegar ég fór með Ragga Sót vini mínum til Cardiff árið 2006, á bikarúrslitaleik milli West Ham - Liverpool. Við töpuðum að vísu leiknum í vítakeppni, eftir framlengingu en við félagarnir tókum því með fullkomnu æðruleysi og skemmtum okkur með þúsundum stuðningsmanna West Ham, langt fram á næsta dag. Svo náði ég einu sinni stuttu spjalli við æskugoðið mitt Trevor Brooking á Upton Park, það var líka svolítið gaman.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Úrslitin í deildinni voru auðvitað mikil vonbrigði eftir ágætis gengi árin á undan, enda vorum við í fallbaráttu alla seinni umferðina. Það var hins vegar sárabót að ná fyrsta bikarnum í Evrópukeppni síðan 1961, en þá var ég eins árs gamall.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei, ekki aðra en þá að ég skelli mér í West Ham treyju, kem mér tímanlega fyrir og opna jafnvel 2-3 bjóra. Þótt ég sé mikil hópsál finnst mér af einhverjum ástæðum best að horfa á leiki minna manna einn og ótruflaður. Undantekning frá því er auðvitað að fara á völlinn í Englandi, sem mér finnst æðislegt.

Hvern má ekki vanta í liðið? Ég er hrifinn af nokkrum núverandi leikmönnum og vil ávallt sjá Aguerd, Paqueta, Benrahma og Bowen í byrjunarliðinu.

Hver er veikasti hlekkurinn? Því miður held ég að það sé sá sem gegnir einni allra mikilvægustu stöðunni hjá félaginu; David Moyes. Varnarsinnaður, íhaldssamur og gamaldags í flestri sinni nálgun. Við West Ham fylgjendur upplifum sjaldan að liðið vinni titla og fátítt að það sé í toppbaráttu en við viljum að minnsta kosti sjá það spila skemmtilegan fótbolta. Mér finnst hafa skort á það með Moyes í brúnni.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Lucas Paqueta er frábær og skapandi leikmaður sem er alltaf gaman að fylgjast með. Hann líður þó fyrir það að hafa ekki marga líkt hugsandi leikmenn í kringum sig. Markmiðið í leikmannaglugganum ætti auðvitað að vera að útvega þá. Síðan má auðvitað ekki gleyma Íslendingnum Dagnýju Brynjarsdóttur í kvennaliðinu en hún hefur verið virkilega flott. Þau tvö eru uppáhalds West Ham leikmennirnir mínir þessa stundina.

Við þurfum að kaupa... Unga, skapandi framtíðar miðjumenn sem bæta missinn af Rice og sem styðja við leikstíl Paquetá. Þá vantar okkur tilfinnanlega öfluga framherja. Við fengum að vísu Ítalann Scamacca í fyrra en við vorum að missa hann aftur. Hann fékk fá tækifæri, var óheppinn með meiðsli og passaði kannski ekki vel inn í stórkallalegt leikskipulag Moyes. (En með fullri virðingu fyrir West Ham, þá er eitthvað dularfullt við það að við getum ekki nýtt leikmann sem Inter Milan og Roma hafa bitist um.)

Hvað finnst þér um stjórann? Moyes á auðvitað langan og á margan hátt farsælan feril að baki og ég ber á vissan hátt virðingu fyrir honum. En þar sem mér finnst gaman að horfa á fallegan fótbolta og liðin hans vinna sjaldnast til verðlauna fyrir slíkt, kysi ég helst að hann hyrfi á braut.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég hlakka alltaf mikið til upphafs hvers tímabils og vona auðvitað alltaf það besta en er þó líka hóflega bjartsýnn.

Hvar endar liðið? Í villtustu draumum mínum í einu af efstu sex sætunum en ég óttast þó að raunveruleikinn verði 11.-14. sætið.

West Ham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Bournemouth á útivelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir